Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 tap gegn Aftureldingu í kvöld.
„Fyrst og fremst var okkar leikur vonbrigði. Við gerðum mikið af mistökum og vorum ekki nógu góðir í dag." sagði Jón Þórir eftir leikinn í dag.
„Fyrst og fremst var okkar leikur vonbrigði. Við gerðum mikið af mistökum og vorum ekki nógu góðir í dag." sagði Jón Þórir eftir leikinn í dag.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 0 Fram
Fram var heilt yfir meira með boltann í leiknum en náðu ekki að koma sér í nægilega góðar stöður gegn þéttri varnarlínu Aftureldingar.
„Við sköpum einhver færi en náum ekki alveg að klára það. Við áttum nokkur skot þegar að við erum komnir inní teig en náum ekki að hitta á markið. Svo fáum við á okkur mark úr horni sem að setti okkur útaf laginu."
Fram vildi fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar að Helgi Guðjónsson féll í vítateig Aftureldingar en Bjarni dómari leiksins mat það svo að ekki væri um brot að ræða.
„Hann fór klárlega í hann, það blasti alveg við mér. Hann fer kannski niður auðveldlega en þetta er alltaf víti í mínum huga." sagði Jón Þórir aðspurður um atvikið.
Nánar er rætt Jón Þóri í spilaranum að ofan.
Athugasemdir