Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. ágúst 2020 21:00
Aksentije Milisic
Guardiola: Ég óskaði Zidane til hamingju með titilinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola og Zinedine Zidane sáust spjalla saman á Etihad vellinum eftir leik Manchester City og Real Madrid í síðustu viku.

City vann leikinn 2-1 og einvígið 4-2 samanlagt og er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Tímabilið hjá Real Madrid er hins vegar búið.

Margir veltu því fyrir sér hvað stjórarnir voru að ræða um að leik loknum og nú hefur Guardiola sagt frá því hvað fór þeirra á milli.

„Ég óskaði honum til hamingju með að vinna La Liga. Ég hef alltaf sagt að erfiðasti titilinn að vinna er deildartitill. Þar þarftu að sýna stöðugar frammistöður í ellefu mánuði," sagði Pep.

„Við töluðum um fjölskyldur okkar og ég óskaði honum alls hins besta. Hann var ein af fyrirmyndum mínum þegar ég var að spila. Ég mætti honum þegar hann spilaði með Frakklandi og ég var í miklum vandræðum með hann."

Manchester City mætir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Portúgal þann 15. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner