Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. ágúst 2020 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ljóst hvaða félögum Breiðablik, FH og Víkingur gætu mætt
Dregið á morgun
FH fer annað hvort til Finnlands eða Slóvakíu.
FH fer annað hvort til Finnlands eða Slóvakíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það verður dregið í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun og þrjú íslensk félög verða í pottinum.

Dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag og mæta Íslandsmeistarar KR skosku meisturunum í Celtic.

Breiðablik, FH og Víkingur verða fulltrúar Íslands þegar dregið verður á morgun.

Búið er að hólfa félögin í drættinum niður og ljóst hvaða félög geta dregist saman. Það er svæðisskipt vegna kórónuveirunnar þannig að félög þurfi ekki að ferðast langt. Það er bara einn leikur í stað tveggja vegna faraldursins og verður dregið um hvaða lið leikur á heimavelli.

Víkingur mætir Olimpija Ljubljana (Slóvenía), Maribor (Slóvenía) eða St Joseph's (Gíbraltar)/B36 Tórshavn (Færeyjar).

Breiðablik mætir Aberdeen (Skotland), Rosenborg (Noregur) eða Motherwell (Skotland).

FH mætir Honka Espoo (Finnland), Ilves Tampere (Finnland) eða Dunajská Streda (Slóvakía).

Víkingur og Breiðablik eru í neðri styrkleikaflokki samkvæmt styrkleikaflokki UEFA og FH er í þeim efri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner