Filip Kostic, leikmaður Eintracht Frankfurt, er á förum frá félaginu og er líklega að ganga í raðir ítalska félagsins Juventus.
Kostic er á lokaári á samningi sínum við Frankfurt og hefur Frankfurt tilkynnt að hann spili ekki með liðinu á morgun þegar liðið mætir Real Madrid í Ofurbikar Evrópu. Það sé vegna þess að hann sé á lokastigi í viðræðum við nýtt félag.
Kostic er á lokaári á samningi sínum við Frankfurt og hefur Frankfurt tilkynnt að hann spili ekki með liðinu á morgun þegar liðið mætir Real Madrid í Ofurbikar Evrópu. Það sé vegna þess að hann sé á lokastigi í viðræðum við nýtt félag.
West Ham bauði í Kostic í síðasta mánuði en Serbinn vildi spila í Meistaradeildinni í vetur og varð Juventus því ofan á í þeirri baráttu.
Kostic hefur verið hjá Frankfurt síðan 2018 og var hann í stóru hlutverki þegar liðið varð Evrópudeildarmeistari í vor. Hann var stoðsendingahæstur í keppninni og valinn besti maður hennar.
Hann er 29 ára og spilar oftast sem vinstri kantmaður eða kantbakvörður. Hann á að baki 48 leiki fyrir Serbíu og hefur í þeim skorað þrjú mörk.
Athugasemdir