Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. ágúst 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Logi Hrafn spilar ekki meira á tímabilinu
Logi Hrafn Róbertsson í leik með FH í sumar
Logi Hrafn Róbertsson í leik með FH í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili.

Logi er 17 ára gamall og með efnilegri leikmönnum landsins en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 31 leik í efstu deild með FH-ingum.

Hann hefur spilað 12 leiki í Bestu-deildinni í sumar og gert eitt mark en tímabilið er búið hjá honum.

Logi ristarbrotnaði á æfinguog gekkst undir aðgerð í gær en áætlað er að hann verði frá í níu til tólf vikur.

Því mun hann ekki spila meira með FH-ingum á þessu tímabili og gæti hann jafnvel hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið í bili en mikill áhugi er á leikmanninum erlendis frá.

Þessi efnilegi leikmaður æfði með ítalska félaginu Hellas Verona á síðasta ári og þá hefur hann verið fastamaður í U21 árs landsliði Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner