Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. ágúst 2022 10:08
Elvar Geir Magnússon
Man Utd með alla anga úti - Fofana gæti orðið dýrasti varnarmaður heims
Powerade
Hverja krækir Ten Hag í áður en glugganum verður lokað um mánaðamótin?
Hverja krækir Ten Hag í áður en glugganum verður lokað um mánaðamótin?
Mynd: Getty Images
Wesley Fofana gæti orðið dýrasti varnarmaður sögunnar.
Wesley Fofana gæti orðið dýrasti varnarmaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Nicolo Zaniolo.
Nicolo Zaniolo.
Mynd: EPA
Manchester United er áberandi í öllum slúðurfréttum en örvænting virðist gripin um sig á Old Trafford. Rabiot, Rodriguez, Sesko, Fofana, Werner, Zaniolo og fleiri koma við sögu í Powerade slúðrinu í dag.

Manchester United hefur náð samkomulagi við Juventus um 15 milljóna punda kaupverð á franska miðjumanninum Adrien Rabiot (27). (Guardian)

Manchester United hefur einnig haft samband við Real Betis varðandi argentínska miðjumanninn Guido Rodriguez (28). (AS)

Sergej Milinkovic-Savic (27) hjá Lazio er enn á blaði hjá Manchester United. (Telegraph)

Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko (19) sem hefur verið orðaður við Manchester United er búinn að semja um skipti til RB Leipzig frá Red Bull Salzburg sumarið 2023. (90min)

Chelsea er tilbúið að gera franska miðvörðinn Wesley Fofana (21) að dýrasta varnarmanni heims til að fá hann frá Leicester. (Football London)

Chelsea er 10 milljínum punda frá verðmiða Leicester á Fofana. (Independent)

Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner (26) fer í læknisskoðun hjá RB Leipzig í dag áður en þýska félagið gengur frá kaupum á honum frá Chelsea. (Mail)

La Liga leyfir Barcelona ekki að skrá nýja leikmenn sína og Gerard Pique (35) ætlar að samþykkja sína aðra launaskerðingu á einu ári til að hjálpa félaginu. (Athletic)

Roma hefur hafnað tilboði Tottenham í Nicolo Zaniolo (23). Tilboðið hljóðaði upp á lánssamning með skyldu um kaup. (90min)

West Ham hefur samþykkt 15 milljóna punda tilboð frá Fulham í franska varnarmanninn Issa Diop (25) sem mun skrifa undir fimm ára samning á Craven Cottage. (Athletic)

West Ham undirbýr 15 milljóna punda tilboð í þýska varnarmanninn Thilo Kehrer (25) hjá Paris St-Germain. (Mail)

Fulham hefur verið boðið að fá belgíska varnarmanninn Jason Denayer (27) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Lyon rann út. (Football Insider)

Króatíski miðjumaðurinn Marcelo Brozovic (29) hjá Inter er efstur á blaði hjá Liverpool yfir bráðabirgðalausn á miðjuna. (Sport)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á spænska vængmanninum Yeremi Pino (19) hjá Villarreal. (AS)

Alex Moreno (29) hafnaði möguleika á því að fara til Nottingham Forest og spænski bakvörðurinn verður áfram hjá Real Betis. (Guardian)

Nottingham Forest hefur áhuga á svissneska miðjumanninum Remo Freuler (30) hjá Atalanta. Þá hefur Newcastle áhuga á liðsfélaga hans, kólumbíska sóknarmanninum Luis Muriel (31) sem er einnig á blaði Juventus. (Tuttosport)

Ítalski vinstri bakvörðurinn Destiny Udogie (19) mun væntanlega ganga í raðir Tottenham fyrir 21 milljón punda en svo vera lánaður til baka til Udinese. (Standard)

Mónakó hefur áhuga á Fílabeinsstrendingnum Eric Bailly (28), miðverði Manchester United. (L'Equipe)

Penarol í Úrúgvæ er að reyna að sannfæra varnarmanninn Martin Caceres og úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani (báðir 35) um að snúa aftur til Úrúgvæ eftir að þeir yfirgáfu Levante og Manchester United. (Caras y Caretas)
Athugasemdir
banner
banner