Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. ágúst 2022 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Olísmótið fór vel fram - Fimmtán gul spjöld í 300 leikjum
Stuðningsmennirnir komust ekki nær vellinum
Stuðningsmennirnir komust ekki nær vellinum
Mynd: Selfoss
Sigurlið mótsins í flokki A-liða
Sigurlið mótsins í flokki A-liða
Mynd: Selfoss

Hið árlega Olísmót fór fram á Selfossi nú um nýliðna helgi. Á mótinu kepptu drengir í 5. flokki af öllu landinu. 

Það vakti athygli fyrr í sumar þegar fram kom að mótshaldarar hyggðust notast við gul og rauð spjöld og leyfa foreldrum og stuðningsfólki ekki að horfa á leikinn nema í ákveðinni fjarðlægð frá leikvellinum sjálfum. 


Leikir helgarinnar voru 300 talsins en í þeim voru gefin fimmtán gul spjöld og eitt rautt. Þeir leikmenn sem fengu gult spjald fóru af velli í tvær mínútur og fengu þjálfarar þá tækifæri til þess að ræða við sína leikmenn. Það má því segja að gulu spjöldin hafi sannað gildi sitt. 

Heilt yfir fór mótið afar vel fram, leikmenn, foreldrar og stuðningsmenn voru til fyrirmyndar. Allar merkingar á völlum voru virtar af áhorfendum. Dómgæslan á mótinu var í höndum meistaraflokka Selfoss. 

Leikið var á öllum völlum á Selfossi en aðstaðan þar á bæ er orðin ansi góð. Leikvellirnir voru stórir, bekkir voru fyrir varamenn og þjálfara og sérstakt svæði á milli valla fyrir þjálfara og skiptimenn. 

Það var síðan Þór frá Akureyri sem sigraði mótið í flokki A-liða.


Athugasemdir
banner