Selfyssingar hafa verið heitir að undanförnu en liðið fékk skell gegn Þrótti Vogum í kvöld.
Selfyssingar eru með níu stiga forystu á Víking Ó., Völsung og nú Þrótt V. á toppnum þegar liðið á eftir að spila sex leiki en Víkingur og Völsungur eiga leik til góða.
Það var markalaust í hálfleik í Vogunum í kvöld en Ólafur Örn, fyrirliði Þróttar kom liðinu yfir snemma í síðari hálfleik. Stuttu síðar bætti Jóhann Þór Arnarsson öðru markinu við en þetta var tíunda mark hans í sumar.
Þá tókst Selfyssingum að minnka muninn en Þróttur gerði út um leikinn með tveimur mörkum undir lok leiksins.
Ægir lagði KFG en með sigrinum fór Ægir upp fyrir KFG í töflunni.
Þróttur Vogum 4 - 1 Selfoss
1-0 Ólafur Örn Eyjólfsson ('51 )
2-0 Jóhann Þór Arnarsson ('57 )
2-1 Aron Fannar Birgisson ('80 )
3-1 Ásgeir Marteinsson ('83 )
4-1 Eiður Baldvin Baldvinsson ('92 )
Ægir 1-0 KFG
1-0 Bjarki Rúnar Jónínuson ('83 )
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 22 | 16 | 3 | 3 | 51 - 27 | +24 | 51 |
2. Völsungur | 22 | 13 | 4 | 5 | 50 - 29 | +21 | 43 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 58 - 33 | +25 | 42 |
4. Víkingur Ó. | 22 | 12 | 6 | 4 | 50 - 30 | +20 | 42 |
5. KFA | 22 | 11 | 2 | 9 | 52 - 46 | +6 | 35 |
6. Haukar | 22 | 9 | 3 | 10 | 40 - 42 | -2 | 30 |
7. Höttur/Huginn | 22 | 9 | 3 | 10 | 41 - 50 | -9 | 30 |
8. Ægir | 22 | 6 | 7 | 9 | 29 - 35 | -6 | 25 |
9. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 43 | -5 | 23 |
10. Kormákur/Hvöt | 22 | 5 | 4 | 13 | 19 - 42 | -23 | 19 |
11. KF | 22 | 5 | 3 | 14 | 26 - 50 | -24 | 18 |
12. Reynir S. | 22 | 4 | 3 | 15 | 28 - 55 | -27 | 15 |