Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palace hafnar 50 milljónum frá Newcastle
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Crystal Palace hefur hafnað öðru tilboði frá Newcastle í Marc Guehi. Það er Sky Sports sem greinir frá og er sagt að tilboðið hljóði upp á 50 milljónir punda.

Palace er sagt hafa hafnað tilbðinu á síðasta sólarhring.

Félögin eru áfram í viðræðum og er Newcastle að íhuga að leggja fram annað tilboð.

Guehi á tvö ár eftir af sínum samningi og því er einungis eitt og hálft ár í að erlend félög mega ræða við Guehi um samning sem tæki gildi sumarið 2026 og kæmi enski landsliðsmaðurinn á frjálsri sölu.

Palace vill fá 65 milljónir punda fyrir Guehi sem er 24 ára miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner