Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin berjast - Van Dijk hissa á fréttum
Powerade
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: EPA
Marcos Rojo gæti farið til Aston Villa.
Marcos Rojo gæti farið til Aston Villa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ensku slúðurblöðin hafa tekið það saman úr blöðum dagsins.



Barcelona er að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir Lionel Messi (32) en hann mun klára feril sinn hjá félaginu. (Mundo Deportivo)

Virgil van Dijk (28) varnarmaður Liverpool er hissa á sögusögnum um að hann sé að gera nýjan samning upp á 200 þúsund pund í laun á viku. (Liverpool Echo)

Chelsea hefur hafið viðræður um nýjan samning við vinstri bakvörðinn Emerson Palmieri (25) eftir að Mauizio Sarri fór að sýna áhuga á að taka hann til Juventus. (Express)

Manchester United og Manchester City eru að berjast um Florentino Luis (20) miðjumann Benfica. (Star)

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, ákvað að vera áfram hjá Manchester United í stað þess að fara til Real Madrid út af risa auglýsingasamning. (Sun)

Sergej Milinkovic-Savic (24) miðjumaður Lazio er að gera nýjan samning en hann hefur verið lengi orðaður við Manchester United. (Mail)

Claude Puel, fyrrum stjóri Leicester, er á óskalista Sporting Lisabon. (L'Equipe)

Marcos Rojo (29) varnarmaður Manchester United vill fara til Aston Villa í janúar. (Birmingham Live)

Danny Rose (29) ætlar að vera áfram hjá Tottenham og berjast fyrir sæti sínu þrátt fyrir kaup félagsins á Ryan Sessegnon (19) frá Fulham. (Mirror)

Real Madrid ætlar að reyna að fá miðjumanninn Donny van de Beek (22) frá Ajax í sumar. (Mail)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, er að skoða Brennan Johnson (18) miðjumann Nottingham Forest. Johnson er í U21 liði Wales en getur ennþá spilað fyrir Englendinga. (Mirror)

Leeds er að ganga frá nýjum fimm ára samningi við miðjumanninn Kalvin Phillips (23) en hann hefur verið á óskalista Aston Villa og Burnley í sumar. (Telegraph)

Sean Dyche, stjóri Burnley, ætlar að reyna að fá Nathan Wood (17) varnarmann Middlesbrough í sínar raðir. (Northern Echo)

Manuel Neuer (33) markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins segist ekki vera með neinar áætlanir um að leggja hanskana á hilluna. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner