Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Xhaka um ummæli Neville: Þetta er partur af fótboltanum
Granit Xhaka í leik gegn Íslandi á síðasta ári
Granit Xhaka í leik gegn Íslandi á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal og svissneska landsliðsins, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Gary Neville eftir 2-2 jafnteflið gegn Tottenham Hotspur í ágúst.

Tottenham komst yfir í leiknum umrædda með marki frá Christian Eriksen áður en Xhaka braut á Heung-Min Son innan teigs og Tottenham komið í 2-0. Arsenal kom til baka og náði í stig en Xhaka fékk þá mikla gagnrýni.

Gary Neville, sparkspekingur á Sky, sagði að frammistaða Xhaka hefði verið skammarleg en Xhaka svaraði fyrir sig í gær.

„Þetta er partur af fótboltanum og sumt fólk bara að tala aðeins of mikið um hann. Ég get ekki haft nein áhrif og hef heldur ekki áhuga á því, enda kemur þetta mér ekki við," sagði Xhaka.
Athugasemdir
banner
banner