Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 09. september 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári vill sjá liðið liggja til baka gegn Rúmenum
Icelandair
Kári í baráttu við Harry Kane í leiknum gegn Englandi.
Kári í baráttu við Harry Kane í leiknum gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í næsta mánuði mun Ísland mæta Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM á næsta ári. Leikið verður á Laugardalsvelli um sæti í úrslitum umspilsins.

Kári Árnason, sem var fyrirliði gegn Englandi á dögunum, segist vona það að Ísland muni liggja til baka gegn Rúmeníu.

„Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið," sagði Kári í samtali við Vísi.

„Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út; verjast vel, beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn."

„Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður," sagði Kári.


Athugasemdir
banner
banner
banner