Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. september 2020 19:51
Victor Pálsson
Pepsi Max-kvenna: Draumamark Stephanie dugði ekki til
Stephanie skoraði draumamark.
Stephanie skoraði draumamark.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þróttur R. 1 - 1 Þór/KA
1-0 Stephanie Mariana Ribeiro ('43 )
1-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('47 )
Lestu nánar um leikinn hér

Fjórða leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna var nú að ljúka en Þróttur Reykjavík og Þór/KA áttust við á Eimskipsvellinum.

Bæði lið hafa verið í töluverðu basli hingað til í sumar og voru að leika sinn 13. deildarleik til þessa.

Jafntefli var niðurstaðan í leik kvöldsins þar sem Þróttarar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Stephanie Mariana Ribeiro.

Mark Stephanie var virkilega laglegt eins og kemur fram í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Þvílíkt mark!!!!!!!! Fær heiðurinn ein og óstudd. Fær boltann við miðjubogann og snýr strax í átt að marki. Með alla varnarlínu Þórs/KA fyrir framan sig keyrir hún í átt að teignum og lætur vaða af 18-20 metrum og boltinn syngur í bláhorninu," skrifar Sverrir Örn Einarsson um markið.

Snemma í þeim jafnaði Heiða Ragney Viðarsdóttir fyrir Þór/KA eftir vandræðagang í vörn heimamanna og staðan orðin 1-1.

Fleiri urðu mörkin ekki og eftir 13 umferðir er Þróttur í fallsæti með 11 stig og er Þór/KA tveimur sætum ofar með þó aðeins 12 stig.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner