Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 09. september 2021 21:52
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðrún Elísabet: Afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin!
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað, bara draumatímabil og við áttum þetta svo skilið. Við lögðum okkur allar fram í kvöld og það bara skilaði sigri og sæti í Pepsi-Max," sagði Guðrún Elísabet leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna með sigri á FH í kvöld.

„Þrautseigja, dugnaður og metnaður, bara allt, við lögðum okkur allar 100% fram. Við gerðum allt til þess að ná markmiðunum okkar," sagði Guðrún vera lykilinn af þessum árangri.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Guðrún Elísabet skoraði eitt mark í kvöld, átti stoðsendingu og endar markahæst í Lengjudeildinni. Er þetta draumasumar hjá henni?

„Já það mætti segja það. Svona fyrsta alvöru tímabilið mitt sem ég fæ að spila allan tímann. Markmiðið mitt var bara að gera mitt besta og sýna hvað ég get og ég skoraði 23 mörk og ég er númer 23, þannig þetta er bara geggjað."

Afi Guðrúnar er Eiður Guðjohnsen eldri.

„Já, afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin," sagði Guðrún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner