Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
   fim 09. september 2021 21:52
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðrún Elísabet: Afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin!
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað, bara draumatímabil og við áttum þetta svo skilið. Við lögðum okkur allar fram í kvöld og það bara skilaði sigri og sæti í Pepsi-Max," sagði Guðrún Elísabet leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna með sigri á FH í kvöld.

„Þrautseigja, dugnaður og metnaður, bara allt, við lögðum okkur allar 100% fram. Við gerðum allt til þess að ná markmiðunum okkar," sagði Guðrún vera lykilinn af þessum árangri.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Guðrún Elísabet skoraði eitt mark í kvöld, átti stoðsendingu og endar markahæst í Lengjudeildinni. Er þetta draumasumar hjá henni?

„Já það mætti segja það. Svona fyrsta alvöru tímabilið mitt sem ég fæ að spila allan tímann. Markmiðið mitt var bara að gera mitt besta og sýna hvað ég get og ég skoraði 23 mörk og ég er númer 23, þannig þetta er bara geggjað."

Afi Guðrúnar er Eiður Guðjohnsen eldri.

„Já, afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin," sagði Guðrún að lokum.
Athugasemdir