
„Þetta er bara geggjað, bara draumatímabil og við áttum þetta svo skilið. Við lögðum okkur allar fram í kvöld og það bara skilaði sigri og sæti í Pepsi-Max," sagði Guðrún Elísabet leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna með sigri á FH í kvöld.
„Þrautseigja, dugnaður og metnaður, bara allt, við lögðum okkur allar 100% fram. Við gerðum allt til þess að ná markmiðunum okkar," sagði Guðrún vera lykilinn af þessum árangri.
„Þrautseigja, dugnaður og metnaður, bara allt, við lögðum okkur allar 100% fram. Við gerðum allt til þess að ná markmiðunum okkar," sagði Guðrún vera lykilinn af þessum árangri.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 0 FH
Guðrún Elísabet skoraði eitt mark í kvöld, átti stoðsendingu og endar markahæst í Lengjudeildinni. Er þetta draumasumar hjá henni?
„Já það mætti segja það. Svona fyrsta alvöru tímabilið mitt sem ég fæ að spila allan tímann. Markmiðið mitt var bara að gera mitt besta og sýna hvað ég get og ég skoraði 23 mörk og ég er númer 23, þannig þetta er bara geggjað."
Afi Guðrúnar er Eiður Guðjohnsen eldri.
„Já, afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin," sagði Guðrún að lokum.
Athugasemdir