Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fim 09. september 2021 21:52
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðrún Elísabet: Afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin!
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað, bara draumatímabil og við áttum þetta svo skilið. Við lögðum okkur allar fram í kvöld og það bara skilaði sigri og sæti í Pepsi-Max," sagði Guðrún Elísabet leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna með sigri á FH í kvöld.

„Þrautseigja, dugnaður og metnaður, bara allt, við lögðum okkur allar 100% fram. Við gerðum allt til þess að ná markmiðunum okkar," sagði Guðrún vera lykilinn af þessum árangri.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Guðrún Elísabet skoraði eitt mark í kvöld, átti stoðsendingu og endar markahæst í Lengjudeildinni. Er þetta draumasumar hjá henni?

„Já það mætti segja það. Svona fyrsta alvöru tímabilið mitt sem ég fæ að spila allan tímann. Markmiðið mitt var bara að gera mitt besta og sýna hvað ég get og ég skoraði 23 mörk og ég er númer 23, þannig þetta er bara geggjað."

Afi Guðrúnar er Eiður Guðjohnsen eldri.

„Já, afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin," sagði Guðrún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner