Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 09. september 2021 21:52
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðrún Elísabet: Afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin!
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Guðrún Elísabet er markahæst í Lengjudeild kvenna 2021. Hér er hún með afa sínum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað, bara draumatímabil og við áttum þetta svo skilið. Við lögðum okkur allar fram í kvöld og það bara skilaði sigri og sæti í Pepsi-Max," sagði Guðrún Elísabet leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna með sigri á FH í kvöld.

„Þrautseigja, dugnaður og metnaður, bara allt, við lögðum okkur allar 100% fram. Við gerðum allt til þess að ná markmiðunum okkar," sagði Guðrún vera lykilinn af þessum árangri.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Guðrún Elísabet skoraði eitt mark í kvöld, átti stoðsendingu og endar markahæst í Lengjudeildinni. Er þetta draumasumar hjá henni?

„Já það mætti segja það. Svona fyrsta alvöru tímabilið mitt sem ég fæ að spila allan tímann. Markmiðið mitt var bara að gera mitt besta og sýna hvað ég get og ég skoraði 23 mörk og ég er númer 23, þannig þetta er bara geggjað."

Afi Guðrúnar er Eiður Guðjohnsen eldri.

„Já, afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin," sagði Guðrún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner