Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. september 2021 11:45
Elvar Geir Magnússon
Hvor mun skora fleiri mörk?
Mynd: Getty Images
Áhuginn á enska boltanum hér á landi er gríðarlegur og hefur líklega aldrei verið meiri en núna. Félögin gerðu talsvert mörg áhugaverð leikmannakaup í liðnum sumarglugga.

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku var keyptur til Chelsea. Hann raðaði inn mörkum fyrir Inter og er þegar búinn að opna nýja markareikninginn sinn.

Nú er Cristiano Ronaldo mættur aftur til Manchester United og mun væntanlega spila sinn fyrsta leik í endurkomunni gegn Newcastle á laugardaginn.

En hvor þeirra mun skora fleiri mörk á tímabilinu?

Við lögðum þessa spurningu í hendur lesenda og skiptast þeir í tvo nánast jafnstóra hópa þegar kemur að því að svara.

1298 kusu með Lukaku í þessari könnun (50,47%) en 1274 með Ronaldo (49,53%).


Athugasemdir
banner
banner
banner