Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. september 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
PSG hefur áhuga á Rudiger - Rice efstur á blaði Man Utd
Powerade
Antonio Rudiger með þýska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær.
Antonio Rudiger með þýska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franck Kessie.
Franck Kessie.
Mynd: Getty Images
David Luiz.
David Luiz.
Mynd: Getty Images
Rudiger, Rice, Lewandowski, Bellingham, Messi, Özil, Kessie og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tekur saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Paris St-Germain hefur áhuga á þýska varnarmanninum Antonio Rudige (28) sem á innan við eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea. (Le10Sport)

Manchester United hefur sett Declan Rice (22), leikmann West Ham og enska landsliðsins, efstan á óskalista sinn yfir miðjumenn fyrir félagaskiptagluggann næsta sumar. (Manchester Evening News)

Real Madrid mun reyna að fá pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (33) ef félaginu mistekst að kaupa Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund næsta sumar. (AS)

Real Madrid hefur gert munnlegt samkomulag við Dortmund um kaup á Haaland næsta sumar. (Express)

Real Madrid og nokkur úrvalsdeildarfélög fylgjast grannt með Fabio Carvalho (19) hjá Fulham. Carvalho er fæddur í Portúgal en á sex leiki fyrir enska U18 landsliðið, hann á innan við ár eftir af samningi sínum á Craven Cottage. (Mail)

Borussia Dortmund hefur gert samkomulag við enska miðjumanninn Jude Bellingham (18) um nýjan samning. Þýska félagið hefur ekki í hyggju að selja leikmanninn næsta sumar þrátt fyrir áhuga frá enskum úrvalsdeildarfélögum. (90Min)

Samningur Lionel Messi (34) við Paris St-Germain inniheldur klásúlu sem sér til þess að Argentína er í forgangi yfir spiltíma með PSG fyrir HM í Katar. (Sport)

Barcelona mun neyðast til að borga Liverpool 20 milljónir evra í bónusgreiðslur ef Brasilíumaðurinn Phillipe Coutinho (29) spilar yfir 100 leiki fyrir katalónska félagið. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barca síðan hann gekk í raðir félagsins frá Liverpool í janúar 2018. (Sport)

Manchester City fylgist með franska varnarmanninum Theo Hernandez (23) hjá AC Milan, hann myndi gefa Pep Guardiola fleiri möguleika í vinstri bakverði. (Manchester Evening News)

Þýskir fjölmiðlar telja að TImo Werner (25) muni snúa aftur til heimalandsins. Þessi sóknarmaður Chelsea er orðaður við Bayern München en hann spilaði undir Julian Nagelsmann hjá RB Leipzig. (Sport1)

Nampalys Mendy (29), miðjumaður Leicester, mun ekki fara til Galatasaray á láni því hann kemst ekki til Istanbúl áður en tyrkneska glugganum verður lokað. (Foot Mercato)

Franck Kessie (24) gæti yfirgefið AC Milan í janúar en hann hafnaði nýju samningstilboði frá félaginu. (Tuttosport)

Liverpool er meðal félaga sem hafa áhuga á Kessie. Milan gæti reynt að fá Thiago Alcantara (30) í skiptum. (Il Milanista)

Donny van de Beek (24) hafði samþykkt að fara til Everton á láni en Manchester United kom í veg fyrir brottför hollenska miðjumannsins. (Express)

Ryan Sessegnon (21), leikmaður Tottenham, gæti verið lánaður til tyrkneska félagsins Fenerbahce. (CNN Turk)

David Luiz (34), fyrrum varnarmaður Arsenal, vill snúa aftur til Brasilíu en hann hafði ekki áhuga á Marseille. (Le10Sport)

Félög í MLS-deildinni og í Katar hafa áhuga á Mesut Özil (32) en þessi fyrrum leikmaður Arsenal er ekki lengur í náðinni hjá Fenerbahce. (AS)
Athugasemdir
banner