Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. september 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Settu nýtt met með því að skora fjögur mörk á fyrsta hálftímanum
Ítalska landsliðið gat fagnað vel og innilega
Ítalska landsliðið gat fagnað vel og innilega
Mynd: EPA
Ítalska landsliðið fagnaði 5-0 sigri á Lithaén í undankeppni HM í gær en liðið skoraði fjögur mörk á fyrsta hálftímanum.

Roberto Mancini og drengirnir hans hafa átt ótrúleg þrjú ár en liðið hefur ekki tapað í 37 leikjum og halda nú metinu yfir flesta leiki í röð án taps.

Ítalska liðið bætt met Brasilíu og Spánar og halda áfram að bæta eigið met núna en þá setti ítalska liðið persónulegt met gegn Litháen í gær.

Aldrei í sögu landsliðsins hefur liðið skorað fjögur mörk á fyrsta hálftímanum, það er að segja fram að leiknum gegn Litháen.

Moise Kean gerði fyrsta markið á 11. mínútu áður en Edgaras Utkus gerði sjálfsmark þremur mínútum síðar. Giacomo Raspadori skoraði svo tíu mínútum síðar og á 29. mínútu bætti Kean við öðru marki sínu og fjórða marki Ítalíu.

Giovanni Di Lorenzo rak síðasta naglann í kistu Litháen í síðari hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner