fim 09. september 2021 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stórkostleg byrjun Breiðabliks - „HVAÐ ER Í GANGI!"
Hildur fagnar markinu sínu.
Hildur fagnar markinu sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik spilar þessa stundina á móti Osijek í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Breiðablik er komið með tveggja marka forskot þegar fimmtán mínútur eru liðnar af leiknum. Þær Hildur Antonsdóttir og Taylor Marie Ziemer skoruðu mörk Breiðabliks á 9. og 10. mínútu.

„JESSSSSSSSSS!!! ALGJÖRLEGA FRÁBÆRT. Hildur fékk sendingu í gegn frá Öglu og var komin ein á móti markmanni og hún kláraði fagmannlega í hægra hornið," skrifaði Helga Kristín Jónsdóttir á 9. mínútu í beinni textalýsingu frá Kópavogsvelli.

Agla María var fyrir aftan miðju og þræddi boltann frábærlega inn fyrir vörn Osijek og Hildur slapp í gegn og kláraði vel.

„HVAÐ ER Í GANGI! ÓTRÚLEG BYRJUN HJÁ BLIKUM! Taylor fær boltann í D-boganum og hún einfaldlega hamrar knettinum í netið og Belaj í markinu horfir á. Frábært mark," skrifaði svo Helga á 10. mínútu.

Staðan í einvíginu er núna 3-1 fyrir Breiðablik.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum!!!






Athugasemdir
banner
banner
banner