Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   fös 09. september 2022 19:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson var allt annað en sáttur eftir leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin skildu jöfn í markalausum leik. Aðstæður voru vægast sagt erfiðar enda mikil rigning og völlurinn gríðarlega blautur.

„Fyrstu viðbrögð eru að ég er hrikalega feginn að enginn slasaðist hérna í dag. Þetta voru skelfilegar aðstæður og ég vildi stoppa leik eftir 8 mínútur því mér fannst þetta algjörlega óleikhæft. Þegar þú getur ekki rekið boltann áfram, þú getur ekki sent hann, hann stoppar, leikmenn eru að lenda saman og renna. Það er bara ekki boðlegt. Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu við þessar aðstæður. Ég er alveg til í að koma til Eyja og spila í rigningu og roki, það er ekkert mál, en vallaraðstæður voru bara ekki boðlegar. Það eru fyrstu viðbrögð, ég er svekktur með það að þurfa að spila þetta svona. En ég er feginn að enginn slasaðist."

Það vakti athygli vallargesta að leikurinn var stöðvaður á 26. mínútu þar sem Ási og Elías Ingi Árnason dómari leiksins virtust ræða um hvort halda ætti leiknum áfram.

„Við náttúrulega ræddum þetta fyrir leik og ég spurði hvað þyrfti til og hann fór yfir það. Þegar það voru 8-10 mínútur búnar þá fannst mér bara þær aðstæður vera komnar, að það væri ekki hægt að spila leik við þetta. Þannig mér fannst þetta ekki boðlegt og það er bara eins og það er," sagði Ási.

Dómarinn var þá ekki sammála Ása.

„Nei, nei, dómari og mótastjóri mátu þetta saman og í hálfleik var metið aftur að það ætti að halda áfram að spila. Fyrir hvorugt liðið þá finnst mér þetta rétt."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með baráttuna og hvað þær lögðu í þetta. Það var bara ekki hægt að spila fótbolta við þessar aðstæður og það er bara eins og það er. Ekkert út á leikmenn að sakast, hvorugu megin."

Eftir leiki kvöldsins er Breiðablik búið að missa Val sex stigum frá sér, en Valur vann sannfærandi 6-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Valur og Breiðablik mætast á þriðjudaginn á Origo vellinum.

„Já,já, þetta er erfitt, við erum búin að gera okkur þetta erfitt fyrir fyrr í sumar og þetta hjálpaði ekki til, hjálpaði ekki mótinu, hjálpaði ekki okkur. En við höldum áfram," sagði Ási að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner