Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 09. september 2022 19:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson var allt annað en sáttur eftir leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin skildu jöfn í markalausum leik. Aðstæður voru vægast sagt erfiðar enda mikil rigning og völlurinn gríðarlega blautur.

„Fyrstu viðbrögð eru að ég er hrikalega feginn að enginn slasaðist hérna í dag. Þetta voru skelfilegar aðstæður og ég vildi stoppa leik eftir 8 mínútur því mér fannst þetta algjörlega óleikhæft. Þegar þú getur ekki rekið boltann áfram, þú getur ekki sent hann, hann stoppar, leikmenn eru að lenda saman og renna. Það er bara ekki boðlegt. Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu við þessar aðstæður. Ég er alveg til í að koma til Eyja og spila í rigningu og roki, það er ekkert mál, en vallaraðstæður voru bara ekki boðlegar. Það eru fyrstu viðbrögð, ég er svekktur með það að þurfa að spila þetta svona. En ég er feginn að enginn slasaðist."

Það vakti athygli vallargesta að leikurinn var stöðvaður á 26. mínútu þar sem Ási og Elías Ingi Árnason dómari leiksins virtust ræða um hvort halda ætti leiknum áfram.

„Við náttúrulega ræddum þetta fyrir leik og ég spurði hvað þyrfti til og hann fór yfir það. Þegar það voru 8-10 mínútur búnar þá fannst mér bara þær aðstæður vera komnar, að það væri ekki hægt að spila leik við þetta. Þannig mér fannst þetta ekki boðlegt og það er bara eins og það er," sagði Ási.

Dómarinn var þá ekki sammála Ása.

„Nei, nei, dómari og mótastjóri mátu þetta saman og í hálfleik var metið aftur að það ætti að halda áfram að spila. Fyrir hvorugt liðið þá finnst mér þetta rétt."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með baráttuna og hvað þær lögðu í þetta. Það var bara ekki hægt að spila fótbolta við þessar aðstæður og það er bara eins og það er. Ekkert út á leikmenn að sakast, hvorugu megin."

Eftir leiki kvöldsins er Breiðablik búið að missa Val sex stigum frá sér, en Valur vann sannfærandi 6-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Valur og Breiðablik mætast á þriðjudaginn á Origo vellinum.

„Já,já, þetta er erfitt, við erum búin að gera okkur þetta erfitt fyrir fyrr í sumar og þetta hjálpaði ekki til, hjálpaði ekki mótinu, hjálpaði ekki okkur. En við höldum áfram," sagði Ási að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner