Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 09. september 2022 19:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson var allt annað en sáttur eftir leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin skildu jöfn í markalausum leik. Aðstæður voru vægast sagt erfiðar enda mikil rigning og völlurinn gríðarlega blautur.

„Fyrstu viðbrögð eru að ég er hrikalega feginn að enginn slasaðist hérna í dag. Þetta voru skelfilegar aðstæður og ég vildi stoppa leik eftir 8 mínútur því mér fannst þetta algjörlega óleikhæft. Þegar þú getur ekki rekið boltann áfram, þú getur ekki sent hann, hann stoppar, leikmenn eru að lenda saman og renna. Það er bara ekki boðlegt. Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu við þessar aðstæður. Ég er alveg til í að koma til Eyja og spila í rigningu og roki, það er ekkert mál, en vallaraðstæður voru bara ekki boðlegar. Það eru fyrstu viðbrögð, ég er svekktur með það að þurfa að spila þetta svona. En ég er feginn að enginn slasaðist."

Það vakti athygli vallargesta að leikurinn var stöðvaður á 26. mínútu þar sem Ási og Elías Ingi Árnason dómari leiksins virtust ræða um hvort halda ætti leiknum áfram.

„Við náttúrulega ræddum þetta fyrir leik og ég spurði hvað þyrfti til og hann fór yfir það. Þegar það voru 8-10 mínútur búnar þá fannst mér bara þær aðstæður vera komnar, að það væri ekki hægt að spila leik við þetta. Þannig mér fannst þetta ekki boðlegt og það er bara eins og það er," sagði Ási.

Dómarinn var þá ekki sammála Ása.

„Nei, nei, dómari og mótastjóri mátu þetta saman og í hálfleik var metið aftur að það ætti að halda áfram að spila. Fyrir hvorugt liðið þá finnst mér þetta rétt."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með baráttuna og hvað þær lögðu í þetta. Það var bara ekki hægt að spila fótbolta við þessar aðstæður og það er bara eins og það er. Ekkert út á leikmenn að sakast, hvorugu megin."

Eftir leiki kvöldsins er Breiðablik búið að missa Val sex stigum frá sér, en Valur vann sannfærandi 6-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Valur og Breiðablik mætast á þriðjudaginn á Origo vellinum.

„Já,já, þetta er erfitt, við erum búin að gera okkur þetta erfitt fyrir fyrr í sumar og þetta hjálpaði ekki til, hjálpaði ekki mótinu, hjálpaði ekki okkur. En við höldum áfram," sagði Ási að lokum.


Athugasemdir
banner
banner