Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
   lau 09. september 2023 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Þorleifur stoltur: Fólk er hérna með bláhvíta hjartað
Kvenaboltinn
Þorleifur Óskarsson.
Þorleifur Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tók á móti bikarnum fyrir sigur í 2. deild kvenna í dag eftir 1-3 sigur gegn Fjölni. ÍR-ingar höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn en mættu samt af miklum krafti og kláruðu verkefni af fagmennsku.

„Tilfinningin er alveg stórkostleg," sagði Þorleifur Óskarsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Það er ólýsanlegt að fara í gegnum þessa erfiðu deild og standa uppi sem sigurvegari, og að klára þetta svona vel eins og við gerðum. Ég er mjög stoltur af liðinu."

„Mér fannst þessi leikur aldrei í hættu, við vorum töluvert betra liðið og við spiluðum góðan fótbolta. Þetta var frábært."

„Karakterinn í liðinu er alveg meiriháttar, það eru margir uppaldir ÍR-ingar hérna og fólk er hérna með bláhvíta hjartað. Það er ofboðslega gaman fyrir okkur þjálfarana að vera með svona hóp sem er eins tilbúinn í þetta verkefni og þær voru í þetta sumarið."

Árið 2020 endaði ÍR á botni 2. deildar en þær vinna deildina núna. Þetta er fljótt að breytast.

„Þetta var kannski brotið. Ég kem hérna inn í fyrra með Berta og þá var búið að vera að vinna í ákveðnum málum. Við höldum áfram að spila fótbolta og við leggjum mikla áherslu á það. Fótboltinn vinnur alltaf. Að við getum spilað upp, niður, upp og að það sem við erum að gera á æfingum og skila það inn í leiki, það skilar því alltaf að við náum árangri. Um leið líka vinnusemi og agi."

Það er mikil stemning í ÍR akkúrat núna. „Ég er búinn að vera í ÍR síðan ég fæddist liggur við og ég þekki þetta mjög vel. Þetta er upp og niður, en núna er upptími. Bæði liðin ætluðu upp og við ætlum að standa upp. Við erum búin að klára okkar og núna verða strákarnir að klára sitt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner