Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 09. september 2023 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Þorleifur stoltur: Fólk er hérna með bláhvíta hjartað
Kvenaboltinn
Þorleifur Óskarsson.
Þorleifur Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tók á móti bikarnum fyrir sigur í 2. deild kvenna í dag eftir 1-3 sigur gegn Fjölni. ÍR-ingar höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn en mættu samt af miklum krafti og kláruðu verkefni af fagmennsku.

„Tilfinningin er alveg stórkostleg," sagði Þorleifur Óskarsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Það er ólýsanlegt að fara í gegnum þessa erfiðu deild og standa uppi sem sigurvegari, og að klára þetta svona vel eins og við gerðum. Ég er mjög stoltur af liðinu."

„Mér fannst þessi leikur aldrei í hættu, við vorum töluvert betra liðið og við spiluðum góðan fótbolta. Þetta var frábært."

„Karakterinn í liðinu er alveg meiriháttar, það eru margir uppaldir ÍR-ingar hérna og fólk er hérna með bláhvíta hjartað. Það er ofboðslega gaman fyrir okkur þjálfarana að vera með svona hóp sem er eins tilbúinn í þetta verkefni og þær voru í þetta sumarið."

Árið 2020 endaði ÍR á botni 2. deildar en þær vinna deildina núna. Þetta er fljótt að breytast.

„Þetta var kannski brotið. Ég kem hérna inn í fyrra með Berta og þá var búið að vera að vinna í ákveðnum málum. Við höldum áfram að spila fótbolta og við leggjum mikla áherslu á það. Fótboltinn vinnur alltaf. Að við getum spilað upp, niður, upp og að það sem við erum að gera á æfingum og skila það inn í leiki, það skilar því alltaf að við náum árangri. Um leið líka vinnusemi og agi."

Það er mikil stemning í ÍR akkúrat núna. „Ég er búinn að vera í ÍR síðan ég fæddist liggur við og ég þekki þetta mjög vel. Þetta er upp og niður, en núna er upptími. Bæði liðin ætluðu upp og við ætlum að standa upp. Við erum búin að klára okkar og núna verða strákarnir að klára sitt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner