Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   lau 09. september 2023 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Þorleifur stoltur: Fólk er hérna með bláhvíta hjartað
Þorleifur Óskarsson.
Þorleifur Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tók á móti bikarnum fyrir sigur í 2. deild kvenna í dag eftir 1-3 sigur gegn Fjölni. ÍR-ingar höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn en mættu samt af miklum krafti og kláruðu verkefni af fagmennsku.

„Tilfinningin er alveg stórkostleg," sagði Þorleifur Óskarsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Það er ólýsanlegt að fara í gegnum þessa erfiðu deild og standa uppi sem sigurvegari, og að klára þetta svona vel eins og við gerðum. Ég er mjög stoltur af liðinu."

„Mér fannst þessi leikur aldrei í hættu, við vorum töluvert betra liðið og við spiluðum góðan fótbolta. Þetta var frábært."

„Karakterinn í liðinu er alveg meiriháttar, það eru margir uppaldir ÍR-ingar hérna og fólk er hérna með bláhvíta hjartað. Það er ofboðslega gaman fyrir okkur þjálfarana að vera með svona hóp sem er eins tilbúinn í þetta verkefni og þær voru í þetta sumarið."

Árið 2020 endaði ÍR á botni 2. deildar en þær vinna deildina núna. Þetta er fljótt að breytast.

„Þetta var kannski brotið. Ég kem hérna inn í fyrra með Berta og þá var búið að vera að vinna í ákveðnum málum. Við höldum áfram að spila fótbolta og við leggjum mikla áherslu á það. Fótboltinn vinnur alltaf. Að við getum spilað upp, niður, upp og að það sem við erum að gera á æfingum og skila það inn í leiki, það skilar því alltaf að við náum árangri. Um leið líka vinnusemi og agi."

Það er mikil stemning í ÍR akkúrat núna. „Ég er búinn að vera í ÍR síðan ég fæddist liggur við og ég þekki þetta mjög vel. Þetta er upp og niður, en núna er upptími. Bæði liðin ætluðu upp og við ætlum að standa upp. Við erum búin að klára okkar og núna verða strákarnir að klára sitt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner