Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   lau 09. september 2023 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Þorleifur stoltur: Fólk er hérna með bláhvíta hjartað
Þorleifur Óskarsson.
Þorleifur Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tók á móti bikarnum fyrir sigur í 2. deild kvenna í dag eftir 1-3 sigur gegn Fjölni. ÍR-ingar höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn en mættu samt af miklum krafti og kláruðu verkefni af fagmennsku.

„Tilfinningin er alveg stórkostleg," sagði Þorleifur Óskarsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Það er ólýsanlegt að fara í gegnum þessa erfiðu deild og standa uppi sem sigurvegari, og að klára þetta svona vel eins og við gerðum. Ég er mjög stoltur af liðinu."

„Mér fannst þessi leikur aldrei í hættu, við vorum töluvert betra liðið og við spiluðum góðan fótbolta. Þetta var frábært."

„Karakterinn í liðinu er alveg meiriháttar, það eru margir uppaldir ÍR-ingar hérna og fólk er hérna með bláhvíta hjartað. Það er ofboðslega gaman fyrir okkur þjálfarana að vera með svona hóp sem er eins tilbúinn í þetta verkefni og þær voru í þetta sumarið."

Árið 2020 endaði ÍR á botni 2. deildar en þær vinna deildina núna. Þetta er fljótt að breytast.

„Þetta var kannski brotið. Ég kem hérna inn í fyrra með Berta og þá var búið að vera að vinna í ákveðnum málum. Við höldum áfram að spila fótbolta og við leggjum mikla áherslu á það. Fótboltinn vinnur alltaf. Að við getum spilað upp, niður, upp og að það sem við erum að gera á æfingum og skila það inn í leiki, það skilar því alltaf að við náum árangri. Um leið líka vinnusemi og agi."

Það er mikil stemning í ÍR akkúrat núna. „Ég er búinn að vera í ÍR síðan ég fæddist liggur við og ég þekki þetta mjög vel. Þetta er upp og niður, en núna er upptími. Bæði liðin ætluðu upp og við ætlum að standa upp. Við erum búin að klára okkar og núna verða strákarnir að klára sitt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner