Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   lau 09. september 2023 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Þorleifur stoltur: Fólk er hérna með bláhvíta hjartað
Kvenaboltinn
Þorleifur Óskarsson.
Þorleifur Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tók á móti bikarnum fyrir sigur í 2. deild kvenna í dag eftir 1-3 sigur gegn Fjölni. ÍR-ingar höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn en mættu samt af miklum krafti og kláruðu verkefni af fagmennsku.

„Tilfinningin er alveg stórkostleg," sagði Þorleifur Óskarsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Það er ólýsanlegt að fara í gegnum þessa erfiðu deild og standa uppi sem sigurvegari, og að klára þetta svona vel eins og við gerðum. Ég er mjög stoltur af liðinu."

„Mér fannst þessi leikur aldrei í hættu, við vorum töluvert betra liðið og við spiluðum góðan fótbolta. Þetta var frábært."

„Karakterinn í liðinu er alveg meiriháttar, það eru margir uppaldir ÍR-ingar hérna og fólk er hérna með bláhvíta hjartað. Það er ofboðslega gaman fyrir okkur þjálfarana að vera með svona hóp sem er eins tilbúinn í þetta verkefni og þær voru í þetta sumarið."

Árið 2020 endaði ÍR á botni 2. deildar en þær vinna deildina núna. Þetta er fljótt að breytast.

„Þetta var kannski brotið. Ég kem hérna inn í fyrra með Berta og þá var búið að vera að vinna í ákveðnum málum. Við höldum áfram að spila fótbolta og við leggjum mikla áherslu á það. Fótboltinn vinnur alltaf. Að við getum spilað upp, niður, upp og að það sem við erum að gera á æfingum og skila það inn í leiki, það skilar því alltaf að við náum árangri. Um leið líka vinnusemi og agi."

Það er mikil stemning í ÍR akkúrat núna. „Ég er búinn að vera í ÍR síðan ég fæddist liggur við og ég þekki þetta mjög vel. Þetta er upp og niður, en núna er upptími. Bæði liðin ætluðu upp og við ætlum að standa upp. Við erum búin að klára okkar og núna verða strákarnir að klára sitt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner