Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 09. september 2024 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Icelandair
„Þetta var erfitt kvöld, að sjálfsögðu byrjuðum við svolítið á afturfótunum en við svöruðum vel fyrir það og komumst vel inn í leikinn. Svo þegar fór að líða á leikinn var róðurinn þungur hjá okkur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á, menn eru heilt yfir að leggja allt í þetta og lítið annað hægt að segja," sagði Hjörtur Hermannsson miðvörður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Ísland lenti undir í blábyrjun leiksins eftir mistök í varnarleik íslenska liðsins, aðspurður út í það atvik sagði Hjörtur?

„Skíturinn skeður. Menn eru greinilega ekki alveg með kveikt á sér og við erum að fá mörk á okkur sem við eigum ekki að fá á okkur. Við eigum að mæta klárir til leiks. Við áttum á brattann að sækja fyrstu 15 mínúturnar en svo eftir það fannst mér við vinna okkur vel inn í leikinn og eiga flottan kafla í lok fyrri hálfleiks og um miðbik seinni hálfleiks. Svo fórum við að reyna að ná í einhver úrslit þegar menn voru komnir með þunga fætur og þá var okkur refsað."

Að venju voru svakaleg læti í tyrknesku stuðningsmönnunum, aðspurður hvernig var að spila í þessu andrúmslofti sagði Hjörtur.

„Þetta eru leikirnir sem maður vill fá að spila og dreymir um að fá að spila. Það er gaman fyrir mig og marga aðra að fá að taka þátt í þessu. Við erum búnir að spila á mörgum stórum völlum en það er allaf skemmtilegt að koma til Tyrklands. Það er ennþá skemmtilegra þegar við sækjum úrslit en við gerðum það ekki í þetta skiptið og verðum að svara fyrir það á Laugardalsvelli í næsta mánuði."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner