Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   mán 09. september 2024 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Icelandair
„Þetta var erfitt kvöld, að sjálfsögðu byrjuðum við svolítið á afturfótunum en við svöruðum vel fyrir það og komumst vel inn í leikinn. Svo þegar fór að líða á leikinn var róðurinn þungur hjá okkur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á, menn eru heilt yfir að leggja allt í þetta og lítið annað hægt að segja," sagði Hjörtur Hermannsson miðvörður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Ísland lenti undir í blábyrjun leiksins eftir mistök í varnarleik íslenska liðsins, aðspurður út í það atvik sagði Hjörtur?

„Skíturinn skeður. Menn eru greinilega ekki alveg með kveikt á sér og við erum að fá mörk á okkur sem við eigum ekki að fá á okkur. Við eigum að mæta klárir til leiks. Við áttum á brattann að sækja fyrstu 15 mínúturnar en svo eftir það fannst mér við vinna okkur vel inn í leikinn og eiga flottan kafla í lok fyrri hálfleiks og um miðbik seinni hálfleiks. Svo fórum við að reyna að ná í einhver úrslit þegar menn voru komnir með þunga fætur og þá var okkur refsað."

Að venju voru svakaleg læti í tyrknesku stuðningsmönnunum, aðspurður hvernig var að spila í þessu andrúmslofti sagði Hjörtur.

„Þetta eru leikirnir sem maður vill fá að spila og dreymir um að fá að spila. Það er gaman fyrir mig og marga aðra að fá að taka þátt í þessu. Við erum búnir að spila á mörgum stórum völlum en það er allaf skemmtilegt að koma til Tyrklands. Það er ennþá skemmtilegra þegar við sækjum úrslit en við gerðum það ekki í þetta skiptið og verðum að svara fyrir það á Laugardalsvelli í næsta mánuði."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner