Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 09. september 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

„Mér líst vel á þennan leik. Við komum inn í hann fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Dönum. Þetta verður öðruvísi leikur, við verðum að vera klárir í bardagann og klárir í slaginn. Þetta velska lið er mjög gott," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins í viðtali við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net.

Ísland á harma að hefna eftir 1-0 tap í fyrri leiknum gegn Wales ytra.

„Við erum búnir að skoða þann leik vel og líka bara alla leiki Wales í riðlinum. Þetta er breskur fótbolti, þeir eru kannski ekki mikið að leggja upp með að halda í boltann en eru aggressívir og líkamlega sterkir. Þeir eru stórir og sterkir."

„Við höldum í okkar gildi og það sem við viljum gera en þetta verður barátta, það er alveg á hreinu."

Ólafur segir að staðan á hópnum sé mjög góð og allir klárir í slaginn. Varðandi stöðuna í riðlinum hefur hann þetta að segja:

„Við erum með þetta í okkar höndum og þetta snýst um okkur. Ef við spilum okkar leik og það sem við viljum gera, ef við gerum það vel þá er það nóg."

Spjall Sölva og Ólafs má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 8 5 2 1 18 - 8 +10 17
2.    Tékkland 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
3.    Wales 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
4.    Ísland 8 3 0 5 9 - 14 -5 9
5.    Litháen 8 1 0 7 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner