Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 09. september 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

„Mér líst vel á þennan leik. Við komum inn í hann fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Dönum. Þetta verður öðruvísi leikur, við verðum að vera klárir í bardagann og klárir í slaginn. Þetta velska lið er mjög gott," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins í viðtali við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net.

Ísland á harma að hefna eftir 1-0 tap í fyrri leiknum gegn Wales ytra.

„Við erum búnir að skoða þann leik vel og líka bara alla leiki Wales í riðlinum. Þetta er breskur fótbolti, þeir eru kannski ekki mikið að leggja upp með að halda í boltann en eru aggressívir og líkamlega sterkir. Þeir eru stórir og sterkir."

„Við höldum í okkar gildi og það sem við viljum gera en þetta verður barátta, það er alveg á hreinu."

Ólafur segir að staðan á hópnum sé mjög góð og allir klárir í slaginn. Varðandi stöðuna í riðlinum hefur hann þetta að segja:

„Við erum með þetta í okkar höndum og þetta snýst um okkur. Ef við spilum okkar leik og það sem við viljum gera, ef við gerum það vel þá er það nóg."

Spjall Sölva og Ólafs má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir