Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
banner
   mán 09. september 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

„Mér líst vel á þennan leik. Við komum inn í hann fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Dönum. Þetta verður öðruvísi leikur, við verðum að vera klárir í bardagann og klárir í slaginn. Þetta velska lið er mjög gott," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins í viðtali við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net.

Ísland á harma að hefna eftir 1-0 tap í fyrri leiknum gegn Wales ytra.

„Við erum búnir að skoða þann leik vel og líka bara alla leiki Wales í riðlinum. Þetta er breskur fótbolti, þeir eru kannski ekki mikið að leggja upp með að halda í boltann en eru aggressívir og líkamlega sterkir. Þeir eru stórir og sterkir."

„Við höldum í okkar gildi og það sem við viljum gera en þetta verður barátta, það er alveg á hreinu."

Ólafur segir að staðan á hópnum sé mjög góð og allir klárir í slaginn. Varðandi stöðuna í riðlinum hefur hann þetta að segja:

„Við erum með þetta í okkar höndum og þetta snýst um okkur. Ef við spilum okkar leik og það sem við viljum gera, ef við gerum það vel þá er það nóg."

Spjall Sölva og Ólafs má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner