Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 09. september 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

„Mér líst vel á þennan leik. Við komum inn í hann fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Dönum. Þetta verður öðruvísi leikur, við verðum að vera klárir í bardagann og klárir í slaginn. Þetta velska lið er mjög gott," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins í viðtali við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net.

Ísland á harma að hefna eftir 1-0 tap í fyrri leiknum gegn Wales ytra.

„Við erum búnir að skoða þann leik vel og líka bara alla leiki Wales í riðlinum. Þetta er breskur fótbolti, þeir eru kannski ekki mikið að leggja upp með að halda í boltann en eru aggressívir og líkamlega sterkir. Þeir eru stórir og sterkir."

„Við höldum í okkar gildi og það sem við viljum gera en þetta verður barátta, það er alveg á hreinu."

Ólafur segir að staðan á hópnum sé mjög góð og allir klárir í slaginn. Varðandi stöðuna í riðlinum hefur hann þetta að segja:

„Við erum með þetta í okkar höndum og þetta snýst um okkur. Ef við spilum okkar leik og það sem við viljum gera, ef við gerum það vel þá er það nóg."

Spjall Sölva og Ólafs má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 8 5 2 1 18 - 8 +10 17
2.    Tékkland 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
3.    Wales 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
4.    Ísland 8 3 0 5 9 - 14 -5 9
5.    Litháen 8 1 0 7 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner