Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mán 09. september 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Ræddi um áhuga Man City á Orra - „Vill bara bestu leikmennina"
Icelandair
Orri fagnar marki sínu gegn Svartfjallalandi.
Orri fagnar marki sínu gegn Svartfjallalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Orri Óskarsson, rísandi stjarnan í íslenska fótboltanum skoraði fyrra markið," skrifaði verðlaunablaðamaðurinn Daniel Taylor í grein sinni fyrir The Athletic.

Greinin fjallar um endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fótboltann en Taylor var líka með augun á Orra Steini á meðan leik stóð.

The Athletic fjallaði fyrst allra miðla um áhuga Englandsmeistara Manchester City á Orra en hann gekk á endanum í raðir Real Sociedad á Spáni fyrir 20 milljónir evra.

„Ef þú ert orðaður við Manchester City, þá ertu að gera góða hluti," sagði Taylor við Fótbolta.net fyrir leikinn síðasta föstudag.

„City vill bara bestu leikmennina. Hann er augljóslega leikmaður sem ég ætla að fylgjast með."

Sociedad gat gefið mér fullt sem City gat ekki
Orri Steinn tjáði sig um áhuga Man City eftir leikinn gegn Svartfjallalandi á dögunum.

„Maður hefur auðvitað heyrt um áhuga þegar hann kemur. Þá er auðvitað skemmtilegt og mikill heiður að heyra að þeir hafi áhuga. Þeir eru með stærstu félögum í heiminum og auðvitað væri geðveikt að fá lærdóm frá Erling Haaland. En mér fannst Sociedad mjög heillandi og það var eiginlega ekki hægt að segja nei við því," sagði Orri.

Hann segir að ein stærsta ástæðan fyrir því að hann valdi Sociedad sé spiltími.

„Mér líður best þegar ég er að spila mikið, fæ traust og er í lykilhlutverki. Ég finn mig ekkert mjög mikið að vera á bekknum og vera varaskeifa. Auðvitað var það skemmtilegt að vita af áhuganum en Sociedad gátu gefið mér fullt sem Man City gat ekki gefið mér. Það var þá auðvitað frábær kostur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner