Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 09. september 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
„Var hræddur um að við myndum ekki ná að spila aftur saman"
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson, Gylfi og Jóhann Berg.
Guðlaugur Victor Pálsson, Gylfi og Jóhann Berg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein gömul og góð af þeim félögum.
Ein gömul og góð af þeim félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru að tengja vel saman þegar Ísland mætti Svartfjallalandi síðasta föstudagskvöld.

Það er kannski ekki skrítið þar sem þeir eru búnir að spila ansi marga landsleiki saman en þeir voru báðir lykilmenn í liðinu sem fór á tvö stórmót.

Gylfi er mættur aftur í landsliðið eftir um árs fjarveru en Jóhann Berg var með fyrirliðabandið gegn Svartfjallalandi og hefur verið með það í síðustu leikjum.

„Það er yndislegt að spila aftur með Jóa," sagði Gylfi í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Svartfjallalandi.

„Ég var hræddur um að við myndum ekki ná að spila aftur saman. Það er yndislegt að ná þessum leik í dag og vonandi öðrum á mánudaginn (í kvöld)."

Jóhann Berg tók í sama streng. „Þetta var bara frábært. Það er ansi langt síðan við spiluðum saman. Við erum auðvitað gríðarlega góðir vinir. Ég hef saknað þess að spila með honum."

„Hann kemur með gríðarlega mikla reynslu og ró inn í liðið. Hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og það er klárlega gott að hafa hann inn á vellinum," sagði Jóhann Berg.

Reynslan er ótrúleg
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 Sport, ræddi aðeins um Gylfa og Jóhann Berg í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Það er gaman að þú nefnir Gylfa. Mér finnst geggjað að sjá Gylfa á æfingu í þessari treyju. Fyrir mig er ákveðið traust í því að sjá Gylfa á æfingu," sagði Stefán Árni.

„Ég held að þeir (ungu strákarnir) njóti góðs af því að hafa Jóa og Gylfa. Reynslan er ótrúleg og þeir ættu að geta aðstoðað þessa stráka að taka við þessu liði til frambúðar því þeir eru á lokametrunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner