Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 08. september 2024 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Icelandair
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður <i>Stöð 2 Sport</I>.
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður Stöð 2 Sport.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland og Ísland mætast á morgun.
Tyrkland og Ísland mætast á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þær eru geðveikar," sagði Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, við Fótbolta.net í dag er hann var spurður út í aðstæður í Izmir í Tyrklandi.

Stefán Árni er staddur í Izmir að fylgja karlalandsliðinu eftir en á morgun spilar liðið sinn annan leik í Þjóðadeildinni gegn Tyrklandi.

„Við erum með þakbar á hótelinu okkar, á áttundu hæð. Ég lenti í einu áðan sem ég hef aldrei lent í áður. Ég var með símann minn á borðinu og það kemur tilkynning á símann að hann væri að ofhitna. Ég þurfi að setja hann í vasann og eitthvað. Það er ógeðslega heitt," sagði Stefán en það hefur verið um 30 stiga hiti í borginni í dag.

Það má búast við miklum látum á Gürsel Aksel Stadium á morgun. Tyrkneskir fótboltastuðningsmenn eru líklega þeir háværustu og ástríðufyllstu í heiminum.

„Ég er mjög spenntur að sjá þessa stemningu. Maður sér ekkert svona stemningu á mörgum stöðum og ég er mjög spenntur að sjá það annað kvöld."

„Ef við vinnum leikinn þá vona ég að maður verði svona hræddur þegar maður fer af vellinum," sagði Stefán Árni léttur.

Tyrkir eru margir blóðheitir og sérstaklega þegar kemur að fótbolta. „Já, maður hefur líka séð það í umferðinni hér. Þeir eru klikkaðir í umferðinni, öskrandi og leigubílstjórarnir snælduvitlausir allir. Þetta er mjög indælt fólk í Izmir samt. UEFA aðstoðarmaðurinn, Errol vinur minn, segir að í Izmir sé grískt/tyrkneskt blóð og það eru allir mjög vinalegir þar."

Það væru frábær úrslit
Það má búast við hörkuleik á morgun en Ísland hefur verið með gott tak á Tyrklandi í gegnum tíðina.

„Mér er farið að lítast almennt vel á íslenska landsliðið. Mér líst nokkuð vel á leikinn á morgun. Sigur, það er svolítið tæpt. En ég tel að liðið geti náð í stig. Orri Steinn er ótrúlega spennandi, Stefán Teitur var æðislega flottur í síðasta leik og það er hausverkur fyrir Age að stilla upp byrjunarliðinu," sagði Stefán Árni.

„Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir íslenska landsliðinu. Þeir unnu Englendingana, en voru reyndar hræðilegir á móti Hollandi. Það var stutt á milli leikja þá og núna líka. Ég ætla að spá 1-1 jafntefli. Við ættum að vera mjög sátt með það. Við höldum þá vegferð okkar áfram að því að vinna þennan riðil. Það væru frábær úrslit."

Við Íslendingar vonumst til að sjá marga reiða Tyrki í leikslok á morgun.

„Ég ætla að vona að mér verði bannað að fara af vellinum, ég þurfi að bíða í tvo tíma eða eitthvað. Fari bara í leigubíl þegar allir eru farnir úr hverfinu. Við erum inn í miðri borg og þessi völlur er sérstakur hvað það varðar. Ég ætla rétt að vona að ég verði skíthræddur á leiðinni heim annað kvöld," sagði SÁP léttur að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner