Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 09. október 2019 11:15
Egill Sigfússon
Birkir staðfestir viðræður við Stoke og Derby: Opinn fyrir öllu
Icelandair
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum hvað þeir geta. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og ég held að það séu ágætis möguleikar til að ná úrslitum, sérstaklega hérna heima," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Frökkum á föstudag.

Birkir losnaði undan samningi hjá Aston Villa í ágúst og hefur verið án félags síðan þá.

„Ég er búinn að vera að ræða við lið í langan tíma og það gerist þegar það gerist. Ég er ekki að drífa mig. Ég þarf að velja það sem er best fyrir mig og mína, Ég er opinn fyrir öllu og tek stöðuna eftir leikina. Þá sé ég hvað er best fyrir mig."

Birkir hefur meðal annars verið orðaður við Stoke og Derby í ensku Championship deildinni. Er eitthvað til í þeim sögusögnum? „Já já, Þeir hafa verið að tala saman en það er ekkert sem hefur verið klárað„" sagði Birkir sem hefur æft heima á Íslandi undanfarnar vikur.

„Ég hef verið hér heima mest allan tímann síðan í síðustu leikjum. Ég hef æft mjög vel og haldið mér í góðu formi. Það vantar ekkert upp á líkamlegt form."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner