Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
   mið 09. október 2019 11:15
Egill Sigfússon
Birkir staðfestir viðræður við Stoke og Derby: Opinn fyrir öllu
Icelandair
watermark Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum hvað þeir geta. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og ég held að það séu ágætis möguleikar til að ná úrslitum, sérstaklega hérna heima," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Frökkum á föstudag.

Birkir losnaði undan samningi hjá Aston Villa í ágúst og hefur verið án félags síðan þá.

„Ég er búinn að vera að ræða við lið í langan tíma og það gerist þegar það gerist. Ég er ekki að drífa mig. Ég þarf að velja það sem er best fyrir mig og mína, Ég er opinn fyrir öllu og tek stöðuna eftir leikina. Þá sé ég hvað er best fyrir mig."

Birkir hefur meðal annars verið orðaður við Stoke og Derby í ensku Championship deildinni. Er eitthvað til í þeim sögusögnum? „Já já, Þeir hafa verið að tala saman en það er ekkert sem hefur verið klárað„" sagði Birkir sem hefur æft heima á Íslandi undanfarnar vikur.

„Ég hef verið hér heima mest allan tímann síðan í síðustu leikjum. Ég hef æft mjög vel og haldið mér í góðu formi. Það vantar ekkert upp á líkamlegt form."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner