Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 09. október 2019 11:15
Egill Sigfússon
Birkir staðfestir viðræður við Stoke og Derby: Opinn fyrir öllu
Icelandair
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum hvað þeir geta. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og ég held að það séu ágætis möguleikar til að ná úrslitum, sérstaklega hérna heima," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Frökkum á föstudag.

Birkir losnaði undan samningi hjá Aston Villa í ágúst og hefur verið án félags síðan þá.

„Ég er búinn að vera að ræða við lið í langan tíma og það gerist þegar það gerist. Ég er ekki að drífa mig. Ég þarf að velja það sem er best fyrir mig og mína, Ég er opinn fyrir öllu og tek stöðuna eftir leikina. Þá sé ég hvað er best fyrir mig."

Birkir hefur meðal annars verið orðaður við Stoke og Derby í ensku Championship deildinni. Er eitthvað til í þeim sögusögnum? „Já já, Þeir hafa verið að tala saman en það er ekkert sem hefur verið klárað„" sagði Birkir sem hefur æft heima á Íslandi undanfarnar vikur.

„Ég hef verið hér heima mest allan tímann síðan í síðustu leikjum. Ég hef æft mjög vel og haldið mér í góðu formi. Það vantar ekkert upp á líkamlegt form."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner