„Við vitum hvað þeir geta. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og ég held að það séu ágætis möguleikar til að ná úrslitum, sérstaklega hérna heima," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Frökkum á föstudag.
Birkir losnaði undan samningi hjá Aston Villa í ágúst og hefur verið án félags síðan þá.
„Ég er búinn að vera að ræða við lið í langan tíma og það gerist þegar það gerist. Ég er ekki að drífa mig. Ég þarf að velja það sem er best fyrir mig og mína, Ég er opinn fyrir öllu og tek stöðuna eftir leikina. Þá sé ég hvað er best fyrir mig."
Birkir hefur meðal annars verið orðaður við Stoke og Derby í ensku Championship deildinni. Er eitthvað til í þeim sögusögnum? „Já já, Þeir hafa verið að tala saman en það er ekkert sem hefur verið klárað„" sagði Birkir sem hefur æft heima á Íslandi undanfarnar vikur.
„Ég hef verið hér heima mest allan tímann síðan í síðustu leikjum. Ég hef æft mjög vel og haldið mér í góðu formi. Það vantar ekkert upp á líkamlegt form."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir