Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
banner
   mið 09. október 2019 11:15
Egill Sigfússon
Birkir staðfestir viðræður við Stoke og Derby: Opinn fyrir öllu
Icelandair
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Birkir í leiknum gegn Frökkum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum hvað þeir geta. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og ég held að það séu ágætis möguleikar til að ná úrslitum, sérstaklega hérna heima," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Frökkum á föstudag.

Birkir losnaði undan samningi hjá Aston Villa í ágúst og hefur verið án félags síðan þá.

„Ég er búinn að vera að ræða við lið í langan tíma og það gerist þegar það gerist. Ég er ekki að drífa mig. Ég þarf að velja það sem er best fyrir mig og mína, Ég er opinn fyrir öllu og tek stöðuna eftir leikina. Þá sé ég hvað er best fyrir mig."

Birkir hefur meðal annars verið orðaður við Stoke og Derby í ensku Championship deildinni. Er eitthvað til í þeim sögusögnum? „Já já, Þeir hafa verið að tala saman en það er ekkert sem hefur verið klárað„" sagði Birkir sem hefur æft heima á Íslandi undanfarnar vikur.

„Ég hef verið hér heima mest allan tímann síðan í síðustu leikjum. Ég hef æft mjög vel og haldið mér í góðu formi. Það vantar ekkert upp á líkamlegt form."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner