mið 09. október 2019 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Rooney vildi tryggja að eiginkona Vardy myndi ekki trufla liðið
Rooney: Rebekah verður ekkert vandamál fyrir EM er það nokkuð?
Rooney: Rebekah verður ekkert vandamál fyrir EM er það nokkuð?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, er sagður hafa rætt við Jamie Vardy í einrúmi varðandi eiginkonu hans fyrir EM 2016 en The Times greinir frá þessu í dag.

Coleen Rooney, eiginkona Wayne, bauð heldur betur upp á sprengju í morgunsárið en um tíma var verið að leka sögum af Rooney-hjónunum.

Coleen er með læstan Instagram-aðgang og leyfir aðeins fólki sem hún þekkir persónulega að fylgja sér. Hún var alltaf gáttuð á því hvernig upplýsingum af hjónunum var lekið í blöðin og ákvað því að fara sínar leiðir til að komast að því hver ætti ábyrgðina.

Hún hafði sínar hugmyndir og ákvað að læsa „Story" á Instagram fyrir alla nema Rebekuh Vardy í nokkra mánuði og viti menn sögurnar héldu áfram að birtast í blöðunum.

Coleen komst þar að því að það var Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester og enska landsliðinu, en hann og Rooney voru liðsfélagar hjá Englandi.

Rebekah er mikið á samfélagsmiðlum og deilir mikið af lífi sínu bæði á Twitter og Instagram en samkvæmt Times þá hafði Wayne rætt við Jamie fyrir EM 2016 til að fyrirbyggja það að Rebekah myndi trufla enska landsliðið fyrir mótið.

Hún skrifaði reglulega pistla í blöðin á meðan mótið var í gangi og þá var talið að Wayne og Jamei hefðu lent upp á kant við hvorn annan á mótinu en Roy Hodgson, sem var þá þjálfari landsliðsins, neitaði þó þeim frásögnum

„Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Það eru engin vandamál á milli Wayne Rooney og Jamie Vardy," sagði Hodgson á þeim tíma en svo virðist sem eitthvað sé til í því.



Sjá einnig:
Coleen Rooney ásakar Rebekah Vardy um að leka sögum til Sun
Athugasemdir
banner
banner