Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2020 11:22
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Set ekki þá kröfu á Valgeir að hafa taktíska þekkingu
Icelandair
Valgeir Sigurðsson.
Valgeir Sigurðsson.
Mynd: Twitter - Stjarnan
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá KSÍ, velti því upp á Twitter í gær hvort Kolbeinn Sigþórsson hefði leikið sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Valgeir var ekki hrifinn af frammistöðu sóknarmannsins.

Valgeir hefur beðist afsökunar á ummælunum.

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari telur að Valgeir hefði átt að láta það vera að setja þessi ummæli á samfélagsmiðla.

„Þetta er nokkuð snúið að mörgu leyti. Í fyrsta lagi þá hefur fólk skoðanafrelsi og ekkert að því að fólk hafi skoðanir. En ef þú ert í stjórnunarstöðu hvort sem það er í fyrirtæki eða íþróttafélag ættu menn kannski að láta það vera að setja það á samfélagsmiðla," segir Freyr í samtali við RÚV.

„En svo er þriðji parturinn í þessu sá að Kolbeinn Sigþórsson var markahæsti leikmaðurinn okkar í undankeppni EM. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára. Þó hann hafi ekki spænt upp völlinn í 20 mínútur í gær að þá kom hann inn með ákveðið hlutverk til að hjálpa okkur. Hann skilaði því bara þokkalega vel."

„Ég set samt ekki þá kröfu á Valgeir að hafa taktíska þekkingu á því hvað Kolbeinn á að gera hverju sinni þegar hann er inni á vellinum. Valgeir er algjör toppmaður. Það er ekkert illt í þessu hjá honum. Hann hefur bara þessa skoðun og allt í góðu með það og bara áfram gakk," sagði Freyr í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner