Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 09. október 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Giroud ætlar að skoða stöðu sína í janúar
Olivier Giroud, framherji Chelsea, segist ætla að skoða framtíð sína í janúar en hann hefur einungis komið einu sinni við sögu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Ég hef verið nálægt því að fara í Serie A. Þeir bera virðingu fyrir reyndum leikmönnum þar en félagaskiptin gengu ekki í gegn," sagði hinn 34 ára gamli Giroud.

„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Ég mun skoða alla möguleika og tækifæri."

„Ég ætla ekki að útiloka neitt en ég sé ekki fyrir mér að snúa aftur í frönsku úrvalsdeildina núna."

„Ég vil spila í bestu deildum Evrópu í tvö eða þrjú ár í viðbót og svo fer ég kannski til Bandaríkjanna."

Athugasemdir
banner