Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 09. október 2020 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Elías sjóðheitur í byrjun tímabils
Sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson var á skotskónum í hollensku B-deildinni í kvöld.

Lið hans Excelsior sótti Eindhoven (ekki PSV) heim í kvöld. Elías var í byrjunarliðinu og hann kom sínum mönnum yfir þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum.

Því miður fyrir hann þá dugði markið ekki til sigurs því Eindhoven jafnaði metin á 76. mínútu.

Lokatölur voru 1-1 og er Excelsior í 12. sæti með sjö stig eftir sjö leiki spilaða.

Elías hefur skorað átta mörk í þessum sjö leikjum og er hann markahæsti leikmaður deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner