Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
West Ham vill fá King
Mynd: Getty Images
West Ham hefur áhuga á að fá Joshua King, framherja Bournemouth í sínar raðir.

Félagaskiptaglugginn lokaði á mánudag en félög í ensku úrvalsdeildinni hafa viku til viðbótar til að versla við félög í neðri deildunum.

Bournemouth féll úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor og lykilmenn eins og Nathan Ake, Aaron Ramsdale, Callum Wilson og Ryan Fraser hafa farið frá félaginu síðan þá.

King gæti nú bæst í hópinn en Bournemouth er sagt vilja fá 18 milljónir punda fyrir Norðmanninn.

Hinn 28 ára gamli King var orðaður við Manchester United í janúar síðastliðnum en ekkert varð af þeim félagaskiptum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner