Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 09. október 2024 10:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palmer komið að flestum mörkum frá byrjun síðasta tímabils
Mynd: EPA
Frá því að Cole Palmer gekk í raðir Chelsea fyrir rúmu ári síðan hefur hann komið með beinum hætti að flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni.

Alls hefur Palmer skorað 28 mörk og lagt upp 16 frá komu sinni frá Manchester City.

Á þessum tíma er Erling Braut Haaland sá markahæsti með 37 mörk en hann hefur einungis lagt upp fimm mörk.

Palmer skoraði 22 mörk á síðasta tímabili og lagði upp ellefu. Á þessu tímabili hefur hann svo skorað sex mörk og lagt upp fimm.

Bukayo Saka hefur lagt upp jafnmörg mörk og Palmer á þessum tíma en skorað tíu mörkum minna.
Athugasemdir
banner
banner
banner