Frá því að Cole Palmer gekk í raðir Chelsea fyrir rúmu ári síðan hefur hann komið með beinum hætti að flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni.
Alls hefur Palmer skorað 28 mörk og lagt upp 16 frá komu sinni frá Manchester City.
Alls hefur Palmer skorað 28 mörk og lagt upp 16 frá komu sinni frá Manchester City.
Á þessum tíma er Erling Braut Haaland sá markahæsti með 37 mörk en hann hefur einungis lagt upp fimm mörk.
Palmer skoraði 22 mörk á síðasta tímabili og lagði upp ellefu. Á þessu tímabili hefur hann svo skorað sex mörk og lagt upp fimm.
Bukayo Saka hefur lagt upp jafnmörg mörk og Palmer á þessum tíma en skorað tíu mörkum minna.
Athugasemdir