Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. nóvember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Rapinoe með skot á Man Utd: Þetta er skammarlegt
Megan Rapinoe
Megan Rapinoe
Mynd: Getty Images
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe hefur lýst yfir óánægju sinni með að sjá ekki meiri metnað hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að kvennaliðum.

„Kvennafótboltnn á Englandi er eins og í Ameríku. Hann er langt á eftir því að við höfum þurft að takast á við litla fjárfestingu í boltanum," sagði Rapinoe.

„Það er 2020. Hversu lengi hefur úrvalsdeildin verið í gangi? Við erum bara fyrst núna að sjá Manchester United setja metnað og pening í kvennalið? Í hreinskilni sagt er það skammarlegt."

Manchester United stofnaði kvennalið árið 2018 og situr í dag á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Bandarísku landsliðskonurnar Christen Press og Tobin Heath komu til félagsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner