Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. nóvember 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
U21 spilar við Armeníu á Kýpur
Af æfingu hjá U21
Af æfingu hjá U21
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið Íslands mun spila útileik sinn gegn Armeníu á Kýpur í næstu viku.

Vegna stríðsástands í Armeníu mun leikurinn ekki fara fram þar heldur á Kýpur.

U21 liðið á þrjá leiki framundan á sex dögum en með þeim lýkur undankeppni EM. Ísland fær Ítalíu í heimsókn á Víkingsvöll á fimmtudaginn og á sunnudag mætir liðið Írlandi.

Leikurinn við Ítalíu á fimmtudag er mjög mikilvægur í baráttunni um sæti á EM. Efsta liðið fer beint á EM en liðið í öðru sæti riðilsins fer í umspil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner