Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. nóvember 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Wijnaldum: Van Dijk er að ganga í gegnum helvíti
Gini Wijnaldum og Virgil van Dijk
Gini Wijnaldum og Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum er mættur til Hollands þar sem hann hittir liðsfélaga sína í hollenska landsliðinu en liðið undirbýr sig fyrir lokaleikina í Þjóðadeildinni. Wijnaldum ræddi Virgil van Dijk í samtali við VI.

Wijnaldum og Van Dijk eru liðsfélagar hjá Liverpool og afar góðir vinir en Van Dijk meiddist illa í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á dögunum og ljóst að hann verður frá meirihluta tímabilsins.

Hann fór undir hnífinn á dögunum og er endurhæfingaferlið að byrja hjá honum en Wijnaldum hefur sýnt honum mikinn stuðning.

„Guð mun hjálpa Virgil í gegnum þetta tímabil. Þetta er erfiður tími fyrir hann og það versta sem knattspyrnumaður gengur í gegnum á ferlinum. Hann er að ganga í gegnum helvíti en hann er mjög sterkur. Það er notalegt að við heyrumst reglulega á Facetime," sagði Wijnaldum.

Van Dijk er mikilvægur hluti af vörn hollenska landsliðsins en liðið er í baráttu um að komast áfram í Þjoðadeildinni. Holland er í þriðja sæti með 5 stig þegar tveir leikir eru eftir og því allt opið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner