Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 09. desember 2023 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Arteta með mikla skoðun á dómgæslunni - „Áttum alls ekki skilið að tapa“
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, segir að liðið hafi ekki verðskuldað að tapa fyrir Aston Villa á Villa Park í dag.

John McGinn skoraði eina mark leiksins á 7. mínútu, en Arsenal fékk urmul af færum til að skora.

Diego Carlos bjargaði tvisvar á línu og þá voru tvö mörk dæmd af Arsenal.

„Mjög góð frammistaða. Mér fannst við betra liðið og áttum alls ekki skilið að tapa leiknum, en svona er fótboltinn,“ sagði Arteta, sem var síðan spurður út umdeilda dóma í leiknum og hvort hann hefði einhverjar skoðanir á henni.

Þau voru nokkur umdeild atvikin í leiknum. Möguleg vítaspyrna á Carlos í byrjun síðari, olnbogaskot hans og síðan markið sem Kai Havertz skoraði undir lokin. Havertz var dæmdur brotlegur fyrir að hafa handleikið boltann og mótmæltu Arsenal-menn harðlega, en markið engu að síður dæmt af.

„Ég hef miklar skoðanir á henni. Mér fannst þetta skýrt og augljóst,“ sagði Arteta sem vildi ekki tjá sig frekar.

„Þú verður að setja boltann í netið og það er það eina sem vantaði upp á hjá okkur. Við sköpuðum nokkur dauðafæri, færðum boltann hátt upp völlinn, en töpuðum samt leiknum.“

Aston Villa er að gera góða hluti og hefur nú unnið fimmtán heimaleiki í röð. Liðið er í þriðja sæti, einu stigi á eftir Arsenal, en Arteta hrósaði liðinu eftir leik.

„Þetta er mjög gott lið. Þeir eru á góðu róli akkúrat núna og við óskum þeim til hamingju. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner