Víkingur vekur athygli á mögulegum mótherjum liðsins í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar, takist liðinu að tryggja sér sæti þar.
Football Rankings hefur reiknað út að það eru 88% líkur á því að Víkingur fari í umspil Sambandsdeildarinnar. Liðið hefur leikið vel í keppninni og er sem stendur í 14. sæti.
Liðin sem enda í efstu átta sætunum fara beint í 16-liða úrslit en liðin sem enda í sætum 9-24 fara í umspil um að komast þangað.
Víkingur tekur á móti sænska liðinu Djurgarden á fimmtudaginn klukkan 13 á Kópavogsvelli en leikið er svona snemma þar sem flóðljósin á vellinum standast ekki UEFA kröfur. Svo leika Víkingar gegn LASK í Austurríki 19. desember í síðustu umferð deildarkeppninnar.
Í útsláttarkeppninni, sem fram fer í febrúar á komandi ári, gæti Víkingur svo mögulega mætt spænska liðinu Real Betis eða enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.
Football Rankings hefur reiknað út að það eru 88% líkur á því að Víkingur fari í umspil Sambandsdeildarinnar. Liðið hefur leikið vel í keppninni og er sem stendur í 14. sæti.
Liðin sem enda í efstu átta sætunum fara beint í 16-liða úrslit en liðin sem enda í sætum 9-24 fara í umspil um að komast þangað.
Víkingur tekur á móti sænska liðinu Djurgarden á fimmtudaginn klukkan 13 á Kópavogsvelli en leikið er svona snemma þar sem flóðljósin á vellinum standast ekki UEFA kröfur. Svo leika Víkingar gegn LASK í Austurríki 19. desember í síðustu umferð deildarkeppninnar.
Í útsláttarkeppninni, sem fram fer í febrúar á komandi ári, gæti Víkingur svo mögulega mætt spænska liðinu Real Betis eða enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.
— Víkingur (@vikingurfc) December 9, 2024
Athugasemdir