Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
   sun 10. janúar 2016 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Aron Einar um hármissinn, Cardiff, handbolta og fleira
Víða var komið við í viðtalinu við Aron.
Víða var komið við í viðtalinu við Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er alltaf að læra og mér finnst ég reynslunni ríkari eftir hvern leik. Þó maður sé ekki gamall þá tekur maður eftir því að maður er farinn að lesa leikinn betur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Maður er farinn að staðsetja sig betur og þarf ekki að hlaupa eins mikið. Mér finnst ég vera að spila aðeins betur en á síðasta tímabili og vonandi skilar það sér inn í landsliðið."

Aron hefur verið að leika mjög vel fyrir Cardiff að undanförnu og verið besti leikmaður liðsins í síðustu leikjum.

„Við erum enn í möguleikanum að ná umspilssæti og við verðum að halda í við liðin þar. Það verður barátta um 5. og 6. sætið finnst mér. Hin liðin eru betri en þau fyrir neðan. Við þurfum að finna meiri stöðugleika. Við spilum oft flottan fótbolta en úrslitin sýna það samt ekki. Um leið og þetta byrjar að smella eigum við góðan möguleika á umspilinu."

Það var ýmislegt rætt við Aron í viðtalinu sem tekið var í gær. Þar á meðal hármissi hans, upptökur á þættinum um hann í Atvinnumennirnir okkar, íslenska matargerð og handbolta. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþátt dagsins í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner