Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa hækkar tilboð sitt í Donyell Malen
Malen hefur skorað 9 mörk í 41 landsleik með Hollandi.
Malen hefur skorað 9 mörk í 41 landsleik með Hollandi.
Mynd: EPA
Aston Villa er búið að gera nýtt tilboð í Donyell Malen, kantmann Borussia Dortmund og hollenska landsliðsins.

Borussia Dortmund hafnaði fyrsta tilboði Aston Villa í leikmanninn, en enska félagið er búið að ná munnlegu samkomulagi við Malen um samningsmál.

Nýtt tilboð Aston Villa hljóðar upp á 25 milljónir evra en Sky Sports segir að Dortmund vilji fá 30 milljónir fyrir kantmanninn.

Malen er 25 ára gamall og með eitt og hálft ár eftir af samningi hjá Dortmund. Hann er aðeins búinn að skora 5 mörk og gefa eina stoðsendingu í 20 leikjum á tímabilinu en á síðustu leiktíð skoraði hann 15 og lagði upp 5 í 38 leikjum.

Malen myndi berjast við menn á borð við Leon Bailey og Emiliano Buendía um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner