Aston Villa og West Ham eigast við í enska bikarnum í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
John McGinn er ekki í hópi hjá Aston Villa vegna meiðsla en Unai Emery teflir fram mjög sterku byrjunarliði í dag, alveg eins og Graham Potter nýr þjálfari West Ham hefur ákveðið að gera.
Emery gerir í heildina þrjár breytingar á liðinu sem sigraði gegn Leicester fyrir viku síðan, þar sem Robin Olsen, Ian Maatsen og Morgan Rogers koma einnig inn í liðið fyrir Emi Martinez, Lucas Digne og meiddan McGinn.
Potter gerir einnig þrjár breytingar frá byrjunarliðinu sem tapaði gegn Manchester City um síðustu helgi undir stjórn Julen Lopetegui sem hefur verið rekinn.
Þar koma Lukasz Fabianski, Oliver Scarles og Konstantinos Mavropanos inn í byrjunarliðið fyrir Alphonse Areola, Vladimir Coufal og Jean-Clair Todibo
Aston Villa: Olsen, Cash, Konsa, Mings, Maatsen, Tielemans, Kamara, Barkley, Bailey, Rogers, Watkins
Varamenn: Gauci, Nedeljkovic, Digne, Bogarde, Onana, Ramsey, Jimoh-Aloba, Buendia, Burrowes
West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Scarles, Soucek, Alvarez, Summerville, Paqueta, Kudus, Fullkrug
Varamenn: Foderingham, Cresswell, Soler, Coufal, Guilherme, Ings, Rodriguez, Irving, Casey
Athugasemdir