Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson er á leið til norska félagsins Viking í Stafangri en RA Stavanger sagði frá því í gær að hann væri á leið í læknisskoðun.
Hilmir er tvítugur, stór og stæðilegur sóknarmaður, sem lék á síðasta ári með Kristiansund á lánssamningi frá ítalska félaginu Venezia. Liðið hafnaði í ellefta sæti af fjórtán liðum norsku úrvalsdeildarinnar.
Hann skoraði þrjú mörk í 27 leikjum í norsku úrvalsdeildinni og nú hefur Viking, sem endaði í þriðja sæti, ákveðið að kaupa hann.
Hilmir er tvítugur, stór og stæðilegur sóknarmaður, sem lék á síðasta ári með Kristiansund á lánssamningi frá ítalska félaginu Venezia. Liðið hafnaði í ellefta sæti af fjórtán liðum norsku úrvalsdeildarinnar.
Hann skoraði þrjú mörk í 27 leikjum í norsku úrvalsdeildinni og nú hefur Viking, sem endaði í þriðja sæti, ákveðið að kaupa hann.
Hilmir var lánaður til Tromsö 2023 en hann fór til Venezia frá Fjölni 2022. Hvammstangi er hans heimabær.
Athugasemdir