Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Khusanov til Man City: „Here we go!"
Khusanov verður fyrsti Úsbekinn til að spreyta sig í ensku úrvalsdeildinni.
Khusanov verður fyrsti Úsbekinn til að spreyta sig í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn fræga á félagaskipti Abdukodir Khusanov til Manchester City.

Man City er talið borga um 50 milljónir evra fyrir þennan bráðefnilega miðvörð sem er aðeins 20 ára gamall.

Man City kaupir Khusanov úr röðum Lens og er hann einn af nokkrum nýjum leikmönnum sem félagið er að kaupa inn í janúar.

City er einnig að reyna að kaupa Vitor Reis og Omar Marmoush, auk Christian McFarlane sem fer í unglingaliðið.

Sky Sports greinir á sama tíma frá því að Lens sé búið að samþykkja kauptilboð frá City.
Athugasemdir
banner
banner
banner