Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Fylkir sigraði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 3 Fylkir
Fram: Kennie Chopart
Fylkir: Guðmundur Tyrfingsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Þórður Ingi Ingimundarson

Fram og Fylkir áttust við í Reykjavíkurmóti karla í kvöld og höfðu Árbæingar, sem féllu úr Bestu deildinni í fyrra, betur í þessum Reykjavíkurslag.

Liðin mættust í fyrstu umferð í B-riðli Reykjavíkurmótsins sem inniheldur einnig Þrótt R. og stórveldi Vals.

Fylkir vann slaginn 3-1 á Lambhagavellinum í kvöld. Fram byrjaði vel en Fylkismenn voru betri megnið af leiknum.

Kennie Knak Chopart skoraði eina mark Framara í tapinu en mörk Fylkis skoruðu Guðmundur Tyrfingsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Þórður Ingi Ingimundarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner