Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. febrúar 2021 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Tottenham: Gylfi Þór aftur í liðið
Gylfi spilar gegn sínu gamla félagi í kvöld.
Gylfi spilar gegn sínu gamla félagi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem tekur á móti Tottenham í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Carlo Ancelotti og Jose Mourinho tefla fram sterkum byrjunarliðum en þó eru nokkrir leikmenn hvíldir, eins og Harry Kane sem byrjar á bekknum hjá Spurs. Steven Bergwijn tekur sæti hans í byrjunarliðinu.

Matt Doherty kemur inn í bakvörðinn fyrir Serge Aurier og þá er Dele Alli kominn aftur í leikmannahópinn.

James Rodriguez er ekki í hóp hjá Everton vegna lítilvægra meiðsla. Gylfi Þór kemur inn í byrjunarliðið ásamt Alex Iwobi og Ben Godfrey. Þeir taka stöður Mason Holgate og Andre Gomes í liðinu.

Everton: Olsen, Godfrey, Mina, Keane, Digne, Doucoure, Davies, Sigurðsson, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin
Varamenn: Virginia, Tyrer, Holgate, Nkounkou, Bernard, Coleman, Onyango

Tottenham: Lloris, Doherty, Alderweireld, Sanchez, Davies, Hojbjerg, Ndombele, Lamela, Bergwijn, Lucas, Son
Varamenn: Hart, Dier, Rodon, Tanganga, Winks, Sissoko, Dele, Kane, Vinicius
Athugasemdir
banner
banner