Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef Werner hefði staðið sig þá væri Frank enn með starf"
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, gagnrýndi Timo Werner, sóknarmann Chelsea, nokkuð harðlega um síðustu helgi.

Werner hefur átt uppdráttar eftir að hafa verið keyptur fyrir 47,5 milljónir punda frá RB Leipzig síðasta sumar. Hann hefur aðeins skorað fjögur mörk í 22 deildarleikjum.

Hann átti þátt í báðum mörkum Chelsea í 2-1 sigri gegn Sheffield United um síðustu helgi. Hann lagði upp fyrir Mason Mount og fiskaði svo vítaspyrnu í síðasta markinu. Souness gagnrýndi hann samt sem áður nokkuð og sagði að slök frammistaða hans hefði kostað Frank Lampard stjórstarfið hjá Chelsea.

„Hann horfir aldrei upp og hann veit ekki að Mason Mount er þarna, hann var heppinn," sagði Souness um markið sem hann lagði upp fyrir Mount.

Souness telur að Werner henti ekki í kraftinn sem er í enska boltanum og hann er ekki sannfærður og sagði hann svo: „Ef hann hefði staðið sig, þá væri Frank (Lampard) enn með starf."

Thomas Tuchel tók við sem stjóri Chelsea eftir að Lampard var rekinn fyrir nokkrum vikum síðan. Tuchel hefur farið vel af stað og tekið tíu stig í fyrstu fjórum leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner