Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 10. febrúar 2021 23:53
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Rúnar Þór hetja Magna gegn unglingaliði KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 4 - 2 KA 2
1-0 Rúnar Þór Brynjarsson ('29)
1-1 Kári Gautason ('39)
1-2 Tómas Þórðarson ('74)
2-2 Angantýr Máni Gautason ('76)
3-2 Rúnar Þór Brynjarsson ('81)
4-2 Rúnar Þór Brynjarsson ('88)

Magni og KA 2 mættust í eina leik dagsins hér á landi. Magni féll úr Lengjudeildinni í fyrra á meðan KA 2 er einfaldlega unglingalið Akureyringa, skipað leikmönnum fæddum frá 2002 til 2004.

Þau áttust við í Kjarnafæðismótinu og skoraði Rúnar Þór Brynjarsson fyrsta mark leiksins á 29. mínútu. Kári Gautason jafnaði fyrir KA og var staðan 1-1 í leikhlé.

Staðan hélst jöfn þar til á 74. míútu þegar Tómas Þórðarson kom táningunum yfir. Tveimur mínútum síðar jafnaði Angantýr Máni Gautason metin og staðan því 2-2 á lokakaflanum.

Rúnar Þór lét þá til sín taka eftir að hafa gert fyrsta mark leiksins. Hann bætti tvennu við á lokakaflanum og skoraði því þrennu í sigrinum.

Þetta var annar leikur Magna eftir 4-0 tap gegn Þór í fyrstu umferð. KA 2 lagði Völsung að velli og lýkur riðlakeppninni með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner