Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 10. febrúar 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lee Mason settur í kælingu
Lee Mason.
Lee Mason.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Lee Mason mun tímabundið ekki dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Mason hefur verið settur í kælingu eftir að hafa komið að tveimur rauðum spjöldum sem síðan voru tekin til baka.

Í báðum tilfellum var Mason VAR-dómari en Mike Dean var með flautuna. Um er að ræða brottvísanir sem Tomas Soucek hjá West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton fengu.

Dean óskaði sjálfur eftir því að dæma ekki í úrvalsdeildinni um næstu helgi eftir að hann og fjölskylda hans fengu líflátshótanir í kjölfarið á rauða spjaldinu á Soucek.

Sálfræðingur mun ræða við Dean og Mason til að aðstoða þá við að halda áfram í kjölfar mistaka sinna og til að þeir höndli þau skilaboð sem þeir hafa fengið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner