Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 10. febrúar 2023 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirmaður Grétars gæti farið í langt bann frá heimsfótboltanum
Fabio Paratici.
Fabio Paratici.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur áhyggjur af því að Ítalinn Fabio Paratici sé á leið í langt bann. Nú þegar er hann farinn í 30 mánaða bann frá ítölskum fótbolta en möguleiki er að hann fari í bann frá heimsfótboltanum eins og hann leggur sig.

Paratici fékk bannið vegna afskipta sinna af fjármálabraski hjá ítalska félaginu Juventus. Félagið var sakað um alvarleg fjársvik.

Juventus er núna að áfrýja dómnum en Paratici gæti farið í bann frá heimsfótboltanum ef félagið tapar þeirri áfrýjun.

Ef hann fer í þannig bann þá fær hann ekki að starfa hjá Tottenham en hann er núna þar í starfi yfirmanns fótboltamála. Hann er yfirmaður Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum landsliðsmanns Íslands. Grétar er 'Performance Director' hjá Tottenham og vinnur náið með Paratici.

Samkvæmt Mirror er Spurs að skoða það að ráða Rui Pedro Braz, sem starfar núna fyrir Benfica í Portúgal, ef Paratici fer í bann en það er óvíst hvort það muni hafa áhrif á starf Grétars ef það gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner