Real Madrid er að horfa til William Saliba, miðvarðar Arsenal, og gæti spænska stórveldið borgað metfé fyrir hann.
Saliba er efstur á óskalista Real Madrid fyrir næsta sumar en það verður erfitt fyrir þá að landa honum.
Saliba er efstur á óskalista Real Madrid fyrir næsta sumar en það verður erfitt fyrir þá að landa honum.
Hann skrifaði undir nýjan langtímasamning við Arsenal á síðasta ári og er nú bundinn til 2027. Hann hefur verið einn besti miðvörður í heimi síðastliðin ár.
Samkvæmt Sky hefur Arsenal sett 100 milljón punda verðmiða á Saliba en ef Real Madrid er tilbúið að borga það, þá verður hann dýrasti varnarmaður sögunnar.
Sky segir einnig að það séu þreifingar í gangi og að Real Madrid sé draumafélag Saliba. Hann er afar spenntur fyrir þeirri tilhugsun að spila með Kylian Mbappe, landa sínum.
Athugasemdir