Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 10. mars 2013 08:35
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Már: Ef menn eru skapheitir er um að gera að æsa þá
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Þetta var gaman, það var hasar í þessu og gaman, svona á þetta að vera," sagði Gunnar Már Guðmundsson framherji ÍBV eftir tap gegn FH í Lengjubikarnum í dag en sjö mörk voru skoruð í leiknum og tveir fengu rautt, Davíð Þorleifsson leikmaður og Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.

,,Eftir að við missum manninn útaf eigum við engin svör. Þeir eiga leikinn algjörlega eftir það og setja tvö mörk. Það er leiðinlegt að missa leikinn niður í lokin, við erum búnir að gera það í tveimur af þremur leikjum í þessari keppni."

Mikill hiti var í leiknum og tvisvar þurfti að stöðva ryksingar milli manna. Hvað olli þessum hita í leiknum?

,,Ég veit það ekki, það koma eitt tvö atriði sem menn vilja eiga. Ég veit það ekki, einhver hiti, eða þreyta eða eitthvað. En svona á þetta að vera, það er gaman að þessu svona. Það á að mæta liðunum af einhverjum krafti og setja líkamann í þá. Þá er ekkert auðvelt að eiga við okkur."

Gunnar Már var sjálfur að stríða Guðmanni Þórissyni miðverði FH í byrjun leiksins.

,,Já, ef menn eru skapheitir er um að gera að æsa þá upp í upphafi," sagði Gunnar Már sem var sjálfur framherji í leiknum og skoraði tvö mörk.

,,Þetta er svosem frekar nýtt fyrir mér en ef þetta verður í sumar þá verður bara gaman," sagði Gunnar Már en síðara mark hans skoraði hann er hann pressaði Róbert Örn markvörð sem sparkaði boltanum í hann, og eftir það þurfti Gunnar bara að setja boltann yfir marklínuna.

,,Maður reynir að pressa og þetta kemur fyrir einu sinni af hverjum 100 skiptum og þá er um að gera að nýta það. Ef maður er duglegur getur maður skorað svona ljót mörk. Bæði mörkin voru ljót í dag en þau telja jafnmikið og hin.

Nánar er rætt við Gunnar Már í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner